Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 128

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1988, Qupperneq 128
Tímarit Máls og menningar inu. I bókarlok er alllangur eftirmáli um kvæðin tvö og eddukvæði yfirleitt. Þar sem hér er á ferðinni viðhafnar- útgáfa, sem ætluð er almenningi, hefði mátt telja það eðlilegast að í bókinni væri almenn kynning á kvæðunum, sagt væri frá helstu staðreyndum varðandi þau og viðhorfum manna til þeirra og mikilvægustu kenningar fræðimanna raktar, þannig að lesandinn gæti fengið sæmilega yfirsýn yfir þessa bókmennta- grein og myndað sér skoðun sjálfur. Þó drepið sé á mörg þessi atriði og eddu- kvæði skilgreind á nokkuð greinargóð- an hátt í stuttu máli, fer útgefandinn samt aðra leið, hvort sem hann gerir sér fulla grein fyrir því sjálfur eða ekki. Langir kaflar í eftirmálanum eru sem sé eins og eitthvert fræðilegt hagkaup sé þar að birta katalóg yfir tískukenningar síðustu ára, kannske í tilefni einhverrar útsölu. Með öðrum orðum, þá eru margvíslegar fræðikenningar, sem hafa af ýmsum ástæðum verið á dagskrá að undanförnu, boðaðar sem sannleikur án mikilla skýringa eða rökstuðnings, en kenninga fyrri fræðimanna er að litlu getið nema þegar þeim er vísað á bug með aðstoð tískukenninga. A þennan hátt er því sleppt að fjalla sérstaklega um kenningar Sigurðar Nordals, sem höfðu þó mikil áhrif á viðhorf manna til Völuspár í marga áratugi og hver maður sem áhuga hefur á kvæðinu verður að kynna sér, en hins vegar er hlaupið eftir alls kyns stundlegum hugdettum, þann- ig að sumt gæti orðið illskiljanlegt fyrir mann, sem þekkir ekki þeim mun betur það sem verið hefur á dagskrá nýlega. Ef maður hefur ekki fylgst vandlega með ýmsum krókaleiðum umræðna á Islandi síðustu ár, er t.d. hætt við því að orðin um að í Völuspá kunni að vera sagt frá „endalokum kvennamenningar“ komi í hans augum eins og kvenskratt- inn úr sauðarleggnum. Þetta er fremur bagalegt, og ekki bætir það úr skák að eltingaleikurinn við tískustefnur kemur einnig fram í skýringum við einstakar vísur kvæðanna og jafnvel í meðferð textans. Ymsum kann að finnast þetta fremur þung orð og er því rétt að koma með nokkur dæmi og skýringar. Eg vil þó skjóta því inn áður en lengra er haldið að ég tel vitanleg ekki að fordæma beri allar „tískustefnur" a priori. Gallinn er bara sá, að vegna eðlis þeirra sem tísku- fyrirbæris hættir mönnum til að líta á þær sem sannleik sem óþarfi sé að rök- styðja, - þær eru taldar „nýjasta niður- staða“ fræðanna, sem geri eldri kenn- ingar úreltar, - en um þær gildir þvert á móti, að þær hafa enn meiri þörf fyrir ítarlegan rökstuðning en margt annað. Dæmin sem nefna má úr útgáfu Gísla Sigurðssonar á Hávamálum og Völuspá eru nokkuð fróðleg í þessu sambandi. Hvað eddukvæðin snertir aðhyllist Gísli Sigurðsson í eftirmála útgáfu sinn- ar þá kenningu, sem verið hefur eða var í tísku í þjóðháttafræðum um nokkurt skeið, að kvæði sem eru í munnlegri geymd séu í „stöðugri endurnýjun": „Munnlegur kveðskapur breytist, lagar sig að umhverfi sínu, áheyrendum og tíðaranda. Gleymska á einhvern þátt í þessum breytingum en annað kemur til sem vegur líklega þyngra: nýsköpun þeirra sem flytja kvæðin með það í huga, að áheyrendum líki sem best“ (bls. 89). Telur útgefandi þannig að texti kvæða aflagist í meðferðinni og erindi gleymist og týnist burtu, en þar sem kvæðin „verða að hafa einhverja merk- ingu eins og þau eru“ yrki kvæðamenn- irnir inn í þessar eyður, þannig að kvæðið sé áfram ein heild. Utgefandi 382
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.