Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 6
Halldór Kiljan Laxness Bréf til Kristínar Guðmundsdóttur 1. október 1959 Kæra vinkona, þó ég sé ögn latur í sólarbreiskjunni, en einkum vegna óvanans að búa í þessari hæð (bygð hér liggur alt að því helmíngi hærra en Esjan), ætla ég nú að taka rögg á mig og skrifa þér nokkuð lángt bréf, uppblásinn af kjarki og dugnaði gamalla mormónskra fleirkvænismanna og dýrlínga sem námu hér land; og þarmeð ekki svíkja þig með öllu um það sem ég lofaði þér, óbeðið þó, áður en ég fór, sumsé að snefla eitthvað upp um ættfólk mitt sem orðið hefur hér innlyksa á þessari bakhlið túnglsins. Ég byrjaði með því að setjast upp í hálfan dag í ættartöluhúsinu mikla þar sem allar ættartölur íslendínga austan hafs og vestan eru skráðar á spjöld eftir góðu kerfi. Formaður ættfræðistofnunarinnar er góður kunníngi minn síðan ég var hér síðast og heitir Henry Christiansen, danskættaður, greindarmaður og vel að sér. Síðan hef ég hitt íslenskættaða menn að máli svo tugum skiftir bæði hér í höfuð- borginni, þar sem ég hef bækistöð, en einnig í Provo, Springville og þó einkum og sérílagi í Spánarforkssveit þar sem ég hef verið einkagestur á heimilum fjölda manna og einnig bygðarlagsins í heild, og gáfu þeir mér gjafir. Vitneskja sem þú hefðir gaman af, og ég skrifa þér eftir minnisblöðum, er með öllu ósamantekin, en er gott efni í samantekt, ekki síst með tilliti til nokkurra fylgiskjala sem ég sendi þér líka að láni, þángað til ég kynni að hafa tíma til að vinna úr efninu á sannfræðilegum grundvelli, sem mér er náttúr- lega ekki sérstaklega hugstæður í svip, með því ég nota nú efnið á annan hátt, einsog þér er kunnugt um. Ég ætla, áður en ég gleymi því, að geta um að eftir skrá sem Henry Christiansen gróf upp um íslenska mormóna í mormónsku skjalasafhi trúboðsins í Kaupmannahöfn, þá hafa 95 íslenskir mormónar flust búferlum frá íslandi til Utah á tímabilinu frá 1874 til 1914. Eftir fyrsta mormónahóp- inn, mormónana sextán, sem fóru fyrstir manna til búsetu í Vesturheimi milli 1850 og 60, varð hlé á brottferðum mormóna af íslandi til Utah í tuttugu ár. 4 TMM 1998:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.