Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 10
HALLDÓR KILJAN LAXNESS þann mætismann en Þórð Diðriksson, og minnir mig að þú segðir Loft hafa verið ömmubróður þinn eða eitthvað þarleiðis. Þú talaðir um að ég skygndist eftir afkomendum hans. Var það misskilníngur hjá mér að þú hefðir talið að Loffar þeir Bjarnasynir sem komið hafa til íslands, mentamenn og öðlíngar, hefður verið hans afkomendur? Hvað sem um það hefur verið, þá kom fljótlega í ljós við athugun hér, að Loftur Jónsson úr Vestmanneyum átti aldrei neina afkomendur. Og nú fer að koma að þeim Hrífunessmönnum (og þó einkum konum) sem Vilmundur vildi fræðast af mér um þeirra afdrif seinast er ég kom úr Utah, og ég var ekki öruggur um að svara. Loft ur Jónsson einn mestur atgervismaður mormóna af íslandi var í hópi „mormónanna sextán“ sem fóru fótgángandi yfir eyðimörkina tólf - fimtán árum áður en járnbrautin kom. Af merkum mönnum voru víst ekki aðrir komnir á undan honum en Magnús Björnsson (talinn fyrstur), Samúel og Þórður. (Komuár Lofts er auðfundið, en ég hef það ekki hjá mér, einhversstaðar á árunum ffá 57-60). Hann varð fljótlega sá lands og sveitarstólpi sem hann hafði verið heima í Vestmanneyum, og græddist fé. Loffur var kvæntur Guðrúnu Halls- dóttur, en hún átti af fyrra hjónabandi tvö börn, Jón Jónsson og Guðrúnu Jónsdóttur, sem voru í fylgd Lofts. Eftir altaðþví 20 ára dvöl í Utah deyr kona Lofts Guðrún Hallsdóttir, og uppúr því klórinu er Loftur sendur í trúboðs- erindum til íslands. Hann er nær tveimur árum í þessum erindum heima, kynnist þar seinni konu sinni Halldóru Árnadóttur, og giftist henni morm- ónavígslu þar heima og fer með hana vestur. Með honum fór töluverður hópur, þarámeðal líklega mágkona hans, hálfsystir Halldóru, María. Nú er frá því að segja að systir Lofts, Guðrún Jónsdóttir, var gift Einari bónda í Hrífunesi í Meðallandi; það er merkilegt fólk og bjó við ríkidæmi eftir því sem þá var, höfðíngjar í bændastétt. Um þær mundir sem Loftur var í trúboðsleiðángrinum heima, hafði systir hans tekið sjúkdóm sem þá var kallaður ólæknandi, krabbamein í brjósti, og voru læknar geingnir frá. Nú fær hún þá hugmynd, kanski frá Lofti bróður sínum, að fyrir kraftaverk í fyrirheitna landinu muni hún kanski fá lækníngu ef hún fari þángað í ferð, og er svo umtalað að hún komi aftur ef guð vilji láta henni batna. Einar bóndi hennar vill einskis láta ófreistað til að hún nái heilsu, og sleppir henni burt með bróður sínum. Þau Hrífunesshjón áttu sex börn sem óvíða áttu sinn líka fyrir atgervis sakir, og þó reyndar ekki nema fimm, því eitt, Gróa, var tökubarn, en haft á meðal systkynanna sem eitt þeirra. Sér til styrktar og uppörvunar fer Guðrún fram á það við bónda sinn að mega hafa með sér vestur dætur sínar þrjár, Helgu 19 ára, Þorgerði 16 ára og Gróu 14 ára. Eingin kvenna þessara hafði áhuga fyrir mormónisma, aðeins fyrir kraftaverkum guðs, og þær litu svo á að þær væru að fara snögga ferð og kæmu bráðum aftur. Svo unni Einar bóndi konu sinni heitt að hann sendi dætur sínar með 8 TMM 1998:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.