Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 17
SPJALLAÐ VIÐ BÆNDUR orðlausu undrun sem einstöku sinnum getur gripið mann gagnvart íslend- ingi. Þarna skrifaði blásnauður afdalakall ósnortinn af skóla ...“ Hartnær hálfri öld áður en þetta var ritað kom út skáldsaga Halldórs um annan blásnauðan afdalakall, Bjart í Sumarhúsum. Þetta er án efa frægasti bóndi íslandssögunnar, að minnsta kosti á síðari tímum, og það er náttúrlega gráglettið að sá maður var aldrei til. En sögupersónur af hans gerð lifa á einhverju dularfullu plani mjög nálægt okkur. Stundum er eins og þær lifi í gegnum okkur, eða kannski við í gegnum þær, þetta er erfitt spursmál. Það eru til dæmis ekki nema fáeinir mánuðir síðan Bjartur í Sumarhúsum talaði ómengað í gegnum íslenskan bónda í sjónvarpinu. Hann hafði nánast orðrétt eftir Bjarti að hann vildi hvergi annars staðar vera en á sínum afskekkta bæ, það væri svo frjálst í sveitinni og ekki yfir neinu að kvarta. Ekki skulum við rengja það - hins vegar lifði þessi bóndi og hans fólk við fátæktarmörk eða jafnvel undir þeim eins og starfsbróðir hans Bjartur gerði, þótt þau mörk þýði ekki það sama nú og þá. Það eru liðin meira en sextíu ár síðan Sjálfstætt fólk var skrifað, og lífið í landinu hefur ekki breyst neitt smáræði - en í þjóðarsálinni sem Halldór afhjúpaði er einn dagur greinilega meira en sextíu ár - þúsund kannski. Fyrir þessum sextíu árum og eitthvað fram eftir öldinni var sú tíð að sumum blöskraði umíjöllun Halldórs um lífið í sveitinni, og Bjartur var ekki aufúsugestur á öllum bæjum. Annars staðar varð hann heimilisfastur eða að minnsta kosti nágranni. Heima hjá mömmu minni las kennarinn Sjálfstætt fólk upphátt. í þeim hring var Bjartur um- svifalaust tekinn í hóp bænda í sveitinni og allir hans hagir til umfjöllunar eins og nágranni væri. Á öðrum bæ í sömu sveit var Sjálfstætt fólk og það hyski óvinsælt, þar grasséraði lúsin, hvort sem það nú var skýring á óvin- sældunum eða ekki. Það var víst höfuðsynd Halldórs á þessum tíma hvað fólkið var lúsugt hjá honum, og tíkin líka, rétt eins og höfundurinn hefði fundið upp lúsina af skepnuskap. Staðreyndin er sú að þetta litla dýr var landlægt á íslandi lengur en við kærum okkur um að muna - skríðandi áminning um illan aðbúnað og niðurlægingu fátæks fólks. Og það augljósa hefur sjálfsagt gleymst þegar menn reiddust hvössum orðum Halldórs að ádeilan sprettur af sömu umhyggju og þegar foreldri setur ofan í við barn. Samlíkingin við foreldri er ekki út í hött því Halldór hafði það að hugsjón að ala sitt fólk upp. Honum var ekkert óviðkomandi, hvort sem það var stuttklippíng kvenna eða hin stærri mál. Víst er að hann eyddi ekki púðri í að útmála fátækt og niðurlægingu nema af því honum runnu til rifja kröpp kjör. Hann dreymdi um betra líf handa sínu fólki og reyndi að leggja breytingunum lið, bæði í skáldskap og ritgerðum. Ekki var hægt að brigsla Halldóri Laxness um að hann skrifaði af van- þekkingu um hagi landa sinna. Hann kom mjög víða við og stóð í langferðum TMM 1998:2 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.