Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 22
HALLDÓR GUÐMUNDSSON hann ruglaður, og seinustu kaflar bókarinnar eru lyrik, sem orkar á lesand- ann einsog töfrandi brjálsemi“ (Mk III, 181). En hvernig víkur því við að skáldverki sem var, einsog fram kemur hér á eftir, að sögn höfundar samið í ljósi uppgangs nasismans og stefnt gegn honum lýkur í töfrandi brjálsemi og fegurðarþrá aðalpersónunnar? Engin fegurð án réttlœtis. „En hver sem heldur að fegurðin sé eitthvað sem hann geti notið sérstaklega íyrir sig sjálfan, aðeins með því að yfirgefa aðra menn og loka augunum fyrir því mannlífi sem hann er þáttur af, - hann er ekki vinur fegurðarinnar.“ Þessi orð Arnar Úlfars í Höll sumarlandsins, öðrum hluta Heimsljóss (bls. 197), lýsa líklega vel þeim skilningi á fegurð sem höfundurinn hefur brýnt fýrir sér þegar hann tókst samningu skáldsög- unnar á hendur. f minniskompu þar sem fyrstu drög eru lögð að Ljósi heimsins má sjá eftirfarandi lýsingu á fyrstu tveim hlutunum: Stríð Ijósvíkingsins Fyrsta bókin, hvernig bernskan lamar hann og gerir hann ófæran til að taka nokkurn hlutrænan málstað. Önnur bókin, baráttan milli andans og efnishyggjunnar, sem lýkur með því að ÓKl [Ólafur Kárason ljósvíkingur, aths. mín] flýr undan báðum, og missir báðar, en hafnar hjá þeirri flogaveiku. [...] (Reynir alltaf að flýa undir verndarvæng þess afls, sem hann heldur að sé sigursælt, en afsakar bleyðiskap sinn með ástinni til „andans" og ,,fegurðarinnar.“) (Mk I) Þó að drættirnir séu til í Ólafí Kárasyni, stóð höfundur hans ekki við þessa lýsingu, sem betur fer. Ólafur er að sönnu ekki atkvæðamikill á veraldlega vísu, en það er í honum einhver kjarni skáldskapar og fegurðarþrár sem aldrei verður keyptur eða troðinn í svaðið hvernig sem farið er með skáldið. Þegar að er gáð minnir hins vegar þessi fyrsta lýsing á eðli Ólafs á einkunn sem Halldór gaf allt öðrum manni í annarri bók: Franska skáldinu André Gide í Gerska œfintýrinu, annarri Sovétlýsingu skáldsins sem skrifuð var þar eystra veturinn 1937-38.4 Halldór hefur bókina á því að svara fullum hálsi Rússlandsbæklingum André Gide, þar sem sá síðarnefndi lýsti miklum vonbrigðum með Sovétríkin sem hann hafði áður bundið vonir við. I andsvari sínu leggur Halldór mest uppúr því hvað Gide sé mikill fagurkeri, kallar hann ,líkamníng fagurdýrkunarinnar1, og telur að enginn sé verr til þess fallinn að lýsa Sovétríkjunum en sá ,yfrið siðfágaði franski fagurkeri1. Þá segir ennfremur: „Sú fegurðarþrá sem hefur ekki gert samníng við skynsemi og veruleika hlýtur að leiða yfir takmörk hins sorglega, alla leið út í hið skelfilega“ (bls. 15). 20 TMM 1998:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.