Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 24
HALLDÓR GUÐMUNDSSON leiðarstef: „Sleitulaust atvinnuleysi og fyllirí gegnum alla bókina" (Mk II, 132). Á það hefur oft verið bent að drættir úr skáldinu Halldóri Laxness séu í starfsbræðrum hans báðum, Erni Úlfari og Ólafi Kárasyni, þeir takast á í honum sjálfúm. Mér hefúr fundist að framan af Heimsljósi hafi Örn Úlfar betur í þeirri glímu (sbr. söguna af Hólsbúðardísu, sem hann segir í 16. kafla í Höll sumarlandsins). En þegar á líður er líktog Örn Úlfar þoki meira út úr sögunni, réttlætiskennd hans verður einsýnni, og í frægu samtali hans og Ólafs yfir deyjandi barni í Húsi skáldsins fær Ólafur að eiga þetta tilsvar: örn, sagði skáldið þá. Hefur þér ekki dottið í hug að það sé hægt að berjast fyrir réttlætinu þángað til einginn maður stendur leingur uppi á jörðinni? Þótt heimurinn farist skal rétdætið sigra, segir fornt orðtak. Mér finst ekkert orðtak sé til sem ffekar gæti verið einkunn- arorð vitfirrínga. (161) Halldór Laxness var mjög eindreginn í skrifum sínum um pólitík á fjórða áratugnum. En skáldverk hans verða honum oftar en ekki leið til að draga pólitík sína í efa, skoða boðunina gagnrýnum huga. Þetta blasir við þar sem Arnaldur í Sölku Völku á í hlut, en á líka við um Örn Úlfar í Heimsljósi. Og sú fegurðarþrá sem Halldór skammaði Gide fyrir hefur átt sterkari ítök í honum sjálfum en svo, að hann gæti afgreitt hana sem flótta og bleyðiskap. Fegurðin er sjálfstœð höfuðskepna. Árið 1933 semur Halldór greinarstúf um ljóðabók fornvinar síns, Tómasar Guðmundssonar, Fögru veröld. Þar standa þessi orð: „Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna, hún er takmark. Um hitt er barizt, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta.“7 Hugmyndin um að fegurðin sé sinn eigin mælikvarði, handan góðs og ills og utan við mannlífið að öðru leyti hefur átt sterk ítök í Halldóri, hvað sem pólitískri sannfæringu leið. „Fegurðin og mannlífið eru tveir elskendur sem fá ekki að mætast", segir meira að segja örn Úlfar í Höll sumarlandsins (122). Það verður að teljast afar sennilegt að Halldór Laxness hafi þekkt til þeirrar umræðu um fagurfræði sem fram fór meðal róttækra bókmenntamanna á fjórða áratugnum. Bæði sat hann alþjóðleg rithöfundaþing, hafði náin tengsl við alþjóðahreyfmguna í kringum Sovétríkin og svo ferðaðist hann afar mikið á þeim tíma. Því verður ekki haldið fram hér að Halldór hafi lesið verk þýska heimspekingsins Immanuel Kants, en enduróm og andsvör við fagur- fræði hans má sjá víða stað í marxískri umræðu fjórða áratugarins. Kant hélt því fram (í Kritik der Urteilskraft, 1790) að möguleika frelsisins mætti greina í eins konar hliðstæðu við upplifun mannsins á listfegurð - og á náttúrunni. Sú upplifun væri án annars tilgangs, og ólituð af hagsmunum (interessen- 22 TMM 1998:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.