Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Qupperneq 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Qupperneq 31
OFAR HVERRl KRÖFU metum hjá sér; í viðtali við Véstein Ólason segist hann undrast snilld sögunnar, talar um „ilmandi mál“ hennar, þótt auðvitað verði að varast innihaldið.19 Og í minniskompunni fyrir Fegurð himinsins (Mk IV) glósar hann Maríu sögu ítarlega. Hvernig skyldi standa á því? Líklega vegna þess að í Maríu sögu eru saman komin mörg leiðarminni sem hjálpa Halldóri þegar hann tekst á við þverstæður fegurðarinnar. María er kona sem er í senn mannlegrar og himneskrar ættar, hún er sögð líkneski (mynd) fegurðarinnar og verður uppnumin að lokum, og hún er jafnan tengd við ljós og sól í líkingamáli verksins. Halldór dregur saman úr Maríu sögu: „Breytt eftir væntanlegum þörfum: Nú er þetta kallað líkneski fegurðarinnar - fyrir því að fegurðin er svo sterk að hún verður til einskis aflvana, hún er spekin sjálf og svo langt ofar í öllum hlutum [. . .]“ (Mk IV. 76). Það er gaman að sjá hvernig Halldór velur úr, því í Maríu sögu segir: „Nú er þetta kallað Guðs líkneski fyrir því að Guð er svo sterkur að hann verður til einskis aflvani, því að hann er almáttigur. Hann er kallaður spekin sjálf, fríðari og fegri en allt annað“.20 Fegurðin hefur tekið sess guðs, og það segir meira en mörg orð um þýðingu hennar í verkinu. Það kemur glöggt fram að eftir að Ólafur hefur hitt Beru finnst honum að ekkert geti gert honum mein lengur. Þá rætast orðin sem gamla konan hafði sagt við hann í kirkjugarðinum: „Fegurðin sjálf býr í þeim augum sem þú elskar, sagði konan. Og hún getur ekki sloknað“ (Fegurðin, 198). Bera er sólargeisli sem birtist honum í fangelsinu, og hann hlær að fréttum af dauða hennar: „Fegurð himinsins getur ekki dáið“ (s. st. 257). 1 Maríu sögu segir: „Það finnst oft í sögum heilagra manna að Guðs englar koma og vitrast í andláti þeirra með miklum ilm og ljósi, og þeir er hjá standa kenna himneskan ilm eða heyra fagran söng, eða sjá bjart ljós“ (bls. 55). í lok bókarinnar gengur Ólafur Kárason í mikið ljós, í minningu orða Beru um sólskinið. Um líkama þess sem hefur þjónað guði segir í Maríu sögu að hann skuli á dómsdegi vera „sjö hlutum bjartari en sól, lifa þaðan frá án sjúkleika og án allri meinsemi, hrumast hann aldregi né hrörnar“(bls. 56). Og Kristur sýnir postulunum líkama sinn „bjartan sem sól, og klæði sín hvít sem snjár“ (58). Og um sólina segir í Maríu sögu, og Halldór skráir það í minniskompu sína: „Sólin heitir og flóar alla veröldina, og merkir hennar hiti eilífan ástarhita, þann er góðir menn hafa til Guðs og sín í millum annars heims“ (bls. 60). í kaflanum um uppnumningu Maríu segir: „Hver er þessi svo miklu dýrlegri en aðrar, er upp stígur svo sem rísandi dagsbrún, fögur sem tungl, valið [valin] sem sól“ (bls. 62), en síðast nefndu orðin eru endurtekin nokkrum sinnum og hafa orðið Halldóri hugstæð. Og á sama stað er „dagsbrún jafnað til uppnumningar Marie“, og kemur það óneitan- lega heim við jökulgöngu Ólafs, „á vit aftureldíngarinnar“ (Fegurðin, 263). TMM 1998:2 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.