Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 32
HALLDÓR GUÐMUNDSSON Fegurð Maríu er þó ekki bara andlegrar ættar. í einni af þeim jarteinasög- um sem fylgja Maríu sögu er sagt frá því að postularnir hafi eftir vitrun heilags anda skipað að máluð yrði mynd eða líkneski heilagrar Maríu, „því að eigi aðeins var hún prýdd fegurð hins innra manns, heldur var hún og þar með tignuð umfram dauðlega menn allri líkamlegri fegurð" (Maríukver, 94). Halldór hefur fundið þá mynd fegurðarinnar sem hann þurfti í Maríu sögu: Konuna sem tilheyrir himninum en er samt líkamleg, og býr yfir hinni ódauðlegu fegurð sem getur „sviff burt kvíða, sekt og ángri heillar mannsæfi“ (Fegurðin, 236). Þetta er fegurð sem helst verður jafnað til sólarinnar, og innblástur þess myndmáls fann Halldór í hinni fornu bók. Það kann að vera að áhrif Maríu sögu leynist víðar. Halldór veltir fyrir sér hvort hann geti notað eina af jarteinasögunum, söguna af Hermanni meist- ara, í Fegurð himinsins (Mk IV, 74). Kannski má finna vott af henni í síðustu bókinni um Ólaf Kárason: Hermann meistari er stórsyndari sem saurgar nunnur (raunar heilt klaustur), en fyrir vikið eru sendar á hann meyjar sem bókstaflega hryggbrjóta hann, svo hann lá lengi „ok var hann þrjá daga hálfdauður, svo að hann mátti hvorki mæla né benda“.21 Þá birtist María honum og gefur honum heilsuna að nýju, og eftir það orti hann til lofs Maríu og guði. I Fegurð himinsins er barnaníðingurinn Ólafur Kárason sendur í tukthús, og þegar líður á fangavistina sækir að honum þunglyndi: „En einn morgun nokkru seinna gat skáldið ekki risið upp, heldur lá kyr“ (191). Ekkert virðist geta komið honum á fætur aft ur, fyrr en hann fær vitrunina um Beru; skömmu síðar hittir hann stúlkuna á skipinu og fínnst nú að hann eigi margt óort - til hennar yrkir hann svo mörg sín fegurstu ástarljóð í lok verksins („Við tvö og ókunn skip“, „Þinn spegil hef ég fundið fagra mynd“ og „Þótt form þín hjúpi graflín“). Ekki afást tilfegurðarinnar. í ljósi þess sem allir vita nú um hreinsanir Stalíns og Moskvuréttarhöldin er dálítið nöturlegt að rekast á setningu einsog þessa í Gerska æfmtýrinu: „síðustu kapítularnir í Höll sumarlandsins urðu til í hléum réttarhaldanna í máli Búkharíns og trotskistanna" (237). Það er sérkennilegt til þess að hugsa að höfundur bókarinnar um Ólaf Kárason skuli hafa talið sér skylt að taka upp hanskann fyrir Stalín og meira að segja yrkja til hans kvæði („Eina jörð veit ég eystra“). En líti maður burt frá þeirri hneykslan á pólitískum skoðunum skáldsins sem er auðkeypt nú, held ég að andstæðan milli fegurðarþrár og hins sovéska veruleika hafí verið Halldóri ljós eða alltént skapað með honum innri togstreitu, sem hann hafi unnið úr þannig að hún yrði sögunni um Ljósvíkinginn styrkur. Halldór segir í fyrrnefndri umræðu um skoðanir André Gide: „I Ráð- 30 TMM 1998:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.