Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 41
HIN ÍBJÚGA VERÖLD
Já, hvíslaði hann. Og skiljum aldrei framar.
Já, hvíslaði hún. Og skiljum aldrei framar.12
En hún hlýtur samt að yfirgefa hann. Það er hin neikvæða niðurstaða þrátt
fyrir ástarjátningar og heit um eilífar samvistir. Þriðja erindið í 12. ljóði
Tímans og vatnsins er svona:
Eins og naglblá hönd
rís hin neikvæða játun
upp úr nálægð fjarlægðarinnar.
Tár sem falla á hönd er eftirminnilegt mótíf í öðru ljóði eftir Stein og
minnir á tár Vegmeyjar sem þekja hendur Ólafs á skilnaðarstundu. Það er 6.
ljóð Tímans og vatnsins. Þar skynjum við enn angursstundina þegar Ólafur
bíður ástmeyjar sinnar og er tekinn að örvænta um að hún komi. Hann
hugleiðir hversvegna „þessi óklökkva stúlka“ hafi grátið á síðasta ástarfúndi
þeirra.
1 kvöld situr hann við gluggann og bíður hennar í ofvæni. Sjaldan
hafði hann fundið betur en nú að hún var lífakkeri hans, að án hennar
mundi hann taka upp og reka í strand fyrir næsta vindi. Það leið og
beið, síðsumarnóttin hné yfir haf og hauður, en hún kom ekki. Hann
var fyrst órólegur, síðan óhamingjusamur, loksins sljór, hallaði sér
fram í gluggakistuna, fól andlitið í albogabótinni og sofnaði.13
Svipað hugarangur, öryggisleysi og ofvæni túlkar Steinn í knöppu formi,
þar sem óvænt mótíf og fágætar myndir raðast með sérkennilegum hætti:14
Ég var drúpandi höfuð,
ég var dimmblátt auga,
ég var hvít hönd.
Og líf mitt stóð kyrrt
eins og kringlótt smámynt,
sem er reist upp á rönd.
Og tíminn hvarf
eins og tár, sem fellur
á hvíta hönd.
Myndirnar þrjár í fyrsta erindinu endurspegla dapurleikann og óham-
ingjuna í skáldsögutextanum og hin hvíta hönd, sem einnig er í síðasta
erindinu, er hvítþvegin af einlægum tárum ástarinnar. Miðerindið er ein
TMM 1998:2
39