Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 42
EYSTEINN ÞORVALDSSON
mynd þar sem óróleikinn og óvissan búa í fallvaltri kyrrð myntarinnar sem
er reist upp á rönd og hlýtur að falla, lífsakkerið bregst. Og tíminn hverfur
þegar maðurinn sofnar sljór og örmagna.
Þegar Vegmey hefur yfirgefið Ólaf Kárason yrkir hann sonnettuna Þú
kystir mína hönd í húmi um nótt. Sonnettan og tilvitnað ljóð Steins vitna um
gjörólík skáld. Og það leiðir líka hugann að þessari einstæðu skynjun Steins
og tjáningu hennar. Það er sem hann sé í sporum Ólafs og tjái hug hans með
þeim tilfinningum sem sagan hefur léð honum sem lesanda. En ef til vill er
hann að lýsa eigin hugarástandi, eigin reynslu af samskonar raunum og
Ljósvíkingurinn rataði í. Hvað sem því líður er stíll og form Steins með allt
öðrum hætti en hjá skáldi sögunnar þótt báðir yrki um hin gamalkunnu
yrkisefni, ást, vonsvik og sorg.
Áður en svona dapurlega var komið fyrir elskendunum í skáldsögunni er
hinsvegar fjallað um hve gagntekinn Ólafur Kárason er af ástarreynslu sinni
með Vegmeyju:
[. . .] þessi íbjúgu lostsælu form sem voru upphaf og endir allrar
fegurðar, en þó fýrst og ffemst ímynd sjálfs forgeingileikans [...] 15
Og fleiri kennileiti á stúlkunni hafa þessi formeinkenni:
„[...] kálfar hennar voru ungir og íbjúgir"
segir í upphafslýsingu hennar (bls. 21) og oftar eru hin íbjúgu form áréttuð
í sögunni. Allt er bjart og mjúkt í ásýnd og sköpulagi þessarar stúlku.
Þegar þau Vegmey og Ólafur ræða saman um kirkjugarðsballið síðustu
nóttina þeirra segir hún:
Það er af því að einginn piltur skal hafa eins djúp og blá augu og
pilturinn minn, einginn eins gulllitað hár né eins smáa hönd.16
Tvö fyrstu erindin í kvæðinu Fyrirmynd eftir Stein Steinar hljóða svo:
Hár þitt er eins og húmið,
hönd þín er fíngerð og smá,
þitt enni er hvítt,
þín augu blá.
Þetta ávala form
þessi íbjúga lína
snart ímynd mína.17
40
TMM 1998:2