Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 45
HIN ÍBJÚGA VERÖLD
Hvað, ef hún var ákveðin að yfirgefa hann; ef hún vildi aldrei sjá hann
framar; þekti hann ekki leingur; ef hann átti að lifa lífi sínu framvegis
án hennar, einn? 26
Þessar örvæntingar-spurningar enduróma í framhaldi kvæðisins Saknað-
ar eftir Stein Steinar og það endar á sömu spurnarorðunum og hið kunna
kvæði Jóhanns Jónssonar með sama nafni:
Þú, sem ég elska,
hví yfirgefur þú mig?
I skugganum mikla,
sem grúfir við guðsins fætur,
er grafin sú spurning,
sem aldrei mun finna sitt svar.
Hvar, hvar?
Verk þremenninganna, Jóhanns, Halldórs og Steins, tengjast einnig með
hugtakinu „vitund“ - allt frá Söknuði Jóhanns um slóðir Ólafs Kárasonar til
Ttmans og vatnsins.27
Kvæðið / kirkjugarði28 eftir Stein er einnig tengt Ólafi Kárasyni og kveð-
skap hans í síðasta hluta Heimsljóss. Bera hafði gefið Ólafi Kárasyni „þegn-
rétt í nýju lífi þar sem fegurðin mun ríkja ein“29. Hann trúir vart því undri
að hafa höndlað slíka hamingu. Jafnframt veit hann að þau hljóta að skilja.
Andstæðurnar: að heilsa og kveðja, koma og fara, ríkja í kvæði því sem Ólafur
yrkir eftir fyrsta koss þeirra um sumarnótt á þilfari strandferðaskips30:
[...] er það kveðja manns sem sífeldlega
er dæmdur leingra burt frá sjálfum sér?
Hvort er ég hann sem kom eða hinn sem fer?
Kvæði Steins gæti tjáð hugarástand Ólafs eftir að Bera er dáin og hann þráir
það eitt að hverfa á vit þessarar táknmyndar fegurðar og ástar. Angurvær
minning og sár söknuður tekur við eftir dauða ástvinar í kvæði Steins.
Andstæðurnar: að öðlast og missa, líf og dauði, setja mælandann í uppnám
og hann spyr:
hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir,
eða hinn sem dó?
Söknuðurinn veldur slíku uppnámi mælandans í báðum kvæðunum að
hann spyr sjálfan sig þessara framandlegu spurninga.
Þau ljóð Steins Steinars, sem hér hafa verið nefnd, eru skáldskaparlega og
TMM 1998:2
43