Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 56
ÁRNl BERGMANN og hneigðar til sjálfhverfni á sér rætur í höfundinum sjálfum, í miðri þeirri þverstæðu sem líf hans er. Hann vill fá að vinna í friði fyrir kröfum og sífri um að hann skrifi svo allir skilji, ali æskuna upp til góðra hluta, bendi á hyggindi sem í hag koma í samfélaginu, kveði niður spillingu ríkra manna og valdamikilla, jafnvel kenni mönnum að lifa. Hann vill fá að vera í friði. Hann vill gera það sem honum sýnist. Hann vill vera frjáls undan kvöð. En um leið vill rithöfundurinn (þótt hann neiti því kannski sjálfur) að á hann sé hlustað. Hann hefur hreint ekkert á móti því að hafa áhrif á hugsunarhátt og skoðanir. Metnaður hans er að vera fleinn í holdi samfé- lagsins. Hann veit sjálfsagt að það er oflæti að ætla sér að breyta heiminum svo um muni, en hann vísar ekki með öllu ffá sér þeim rómantíska draumi Shelleys að skáldin séu „hinir óþekktu löggjafar heimsins.“ Hann veit að áhrif bókmennta eru ekki mælanleg en samt hefur einhver lesandi komið til hans og þakkað honum fyrir verk sem „breytti lífi mínu“ - og hafi það ekki gerst enn þá má eiga það í vonum. „Du musst dein Leben ándern“, segir forn gríska stytta við lesanda kvæðis effir Rilke - „þú verður að breyta lífi þínu“ (undanskilið: vegna þess að þú hefúr séð mig).21 Hver er sá að hann vilji ekki hafa einhver slík áhrif þó ekki væri nema á einn mann eða ellefu? Sem að sínu leyti tala við eina manneskju eða ellefu. Heyra má sálirnar tvær kvaka og bítast á í brjósti skálda hvar sem niður er borið. Höfúðdýrlingur Rússa, Púshkín, telur þetta sér helst til ágætis í kvæði sem Halldór Laxness hefur reyndar þýtt sjálfur á íslensku: hvernig á grimmri öld eg blés að frelsis glóðum og bað þeim fótumtroðna góðs. En Púshkín hefur líka ort kvæði sem nefnist „Skáld og skríll“ þar sem skáldið vísar með megnri fyrirlitningu á bug bænarskrám lýðsins um að það stígi niður af sínum háa himni og bæti hjartalag og siði manna og kenni þeim annað nytsamlegt - vér skáld, segir þar, erum ekki fædd til að taka þátt í hvunndagsáhyggjum og erjum: „vér erum fædd til innblásturs, ljúfra hljóma og bænagjörðar“. Landi Púshkíns, Anton Tsjekhov, vísaði í bréfi til útgefanda síns frá sér tilætlunarsemi þeirra lesenda sem leituðu í verkum hans að „stefnu eða hneigð“ enda vildi hann aðeins „fá að vera frjáls listamaður“ 22. En í öðru bréfi til sama manns lætur Tsjekhov í ljós nokkra afbrýði í garð höfunda fyrri kynslóða sem áttu sér stefnu og markmið og kalla lesandann ófeimnir til samfýlgdar meðan „við“ (hann sjálfur og samtíðarmenn hans) „eigum okkur hvorki nálæg né fjarlæg markmið og í sál okkar er auðn og 54 TMM 1998:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.