Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Qupperneq 60
Gunnar Kristjánsson
Stígvélaði kavalérinn
Um Arnas Arnæus
Inngangur
Sögusviðið opnast þegar fríður hópur tignarmanna gengur inn í hreysi Jóns
Hreggviðssonar að Rein á Akranesi. Þarna er hans herradómur, Skálholts-
biskup og hans frú, Snæfríður, mágkona biskups, sóknarpresturinn í Görð-
um og loks assessor Arnas Arnæus prófessor til Kaupinhafnarháskóla. Þessu
einvalaliði er lýst fögrum orðum þar sem það stígur inn í hið skelfilega hús
og einnig viðbrögðum þess við því sem við blasir. Lýsingin á prófessornum
er langítarlegust og er hún á þessa leið:
„Síðastur í þessu göfuga föruneyti gekk tignarmaður einn kyr í fasi,
hugall og sjálfumnægur. Þessi maður var vel á sig kominn og erfitt að
segja aldur hans, slétt farinn í andliti og réttnefjaður, munnsvipurinn
í senn mjúkur og dapur, altaðþví kvenlegur og þó án hvildyndis. Hinar
settu hreyfingar vitnuðu um lánga tamníngu. En þótt augnaráð hans
væri fast og kyrt voru augun full viðkensla, stór og skýr og því líkust
sem sjónflöturinn væri víðari en annarra manna svo færra leyndist
fyrir þeim. Þessi augu sem alt námu, og þó einsog kyrt vatn meira af
eðli en forvitni, gáfu en áreynslu, voru aðal mannsins. í raun og veru
líktist gesturinn meir í framkomu vitrum alþýðumanni en höfðíngja
sem á alt sitt undir mannaforræði, hefði ekki klæðaburðurinn gert
mismuninn. Venjulegur höfðíngi þekkist af fasi sínu, þessi tjáði sig
með faslausum nákvæmum smekk. Fagurkerinn talaði útúr hverjum
saumi, hverri fellíngu, hverju hlutfalli í klæðskurði hans; stígvélin
voru úr fínu ensku leðri. Hárkollan, sem hann bar undir barðahatt-
inum jafnvel meðal búra og betlara, var af vandaðri gerð og snyrtilega
greidd einsog hann væri að gánga á konúngsfúnd."1
Hér er sem sagt lýsing á fasi hans, andlitsfalli, hreyfingum, augnaráði,
framkomu og loks klæðaburði, en í því sambandi þó eingöngu því sem situr
á höfði hans og fótum.
Halldóri er mjög lagið að draga upp litríkar og lifandi myndir af persónum
sem hafa runnið þessari þjóð í merg og bein, það mundi æra óstöðugan að
58
TMM 1998:2