Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 65
STÍGVÉLAÐI KAVALÉRINN eitt sinn svo til orða í bréfi að hann væri vaxinn upp yfir það sem daglega er átt við með orðinu maður, - hann hefði verið persónugervingur á einhverju æðra stigi veruleikans. Sú skoðun mín hefur ekki breyst.“18 Ég get ekki stillt mig um að tilfæra eina svipmynd sem Halldór bregður upp í Gerska ævintýrinu (1938) af gömlum erkibiskupi í bæ einum rétt utan við Tíflis í Grúsíu, hann segir: „Þessi hári þulur sem hafði séð öllu jafnað við jörðu sem verið hafði vegur hans og virðing, ríkinu, kirkjunni, keisaranum, guðinum, hann hefur hlotið að undirgángast mikið próf og standa nú hér á rústum lífs síns einsog í eyðimörku, án beiskju og í höfðinglegri ró, persónu- legum virðuleik, mannlegri tign.“19 í mannskilningi Halldórs á þessum árum, frá klausturárunum og fram yfir íslandsklukkuna, er að mínu viti ekki um forlagahyggju að ræða og stór spurning hvort þar gætir nokkurra áhrifa ff á fornsögunum nema í stílbrögð- um. Þvert á móti skrifaði hann á þessum sama tíma (1942) „Inngáng að Passíusálmunum“ og gerir þar grein fyrir jesú-gervingnum í bókmenntum og það gerir hann einnig í effirmála að Grettissögu útgáfunni 1946. Það er líka spurning hvernig sósíalisminn kemur inn í mannskilning h^ns og samfélagshugmyndir á þessum árum, hvernig eða hvort hann endurspeglast í verkum hans. Arnas Arnæus er enginn Örn Úlfar, hann er ekki baráttumað- ur í anda sósíalismans, eigi það við um einhvern í fslandsklukkunni væri það helst Jón Hreggviðsson sem er kannski öllu heldur stjórnleysingi sem afneit- ar réttlætisskilningi samfélagsins og því best að fjölyrða ekki meira um þá hugmynd enda komið að lokaorðum. Niðurlag Það er skynsamlega ályktað hjá Kristjáni Karlssyni að Arnas Arnæus sé aðalpersóna íslandsklukkunnar. Um hann snýst málið, um hans baráttu fyrir réttlæti, um hans lífsviðhorf. Það er ekki söfhun handrita sem málið snýst um, það er ekki heldur ástin til Snæfríðar sem er örlagavaldur í hans lífi. Það er baráttan fýrir réttlæti. í þeirri baráttu er Arnas ekki stjórnmálamaður í nútímaskilningi heldur hugsjónamaður og fulltrúi klassískra viðhorfa til mannlegra höfuðdyggða og ekkert fær komið honum af þeirri leið sem hann hefur ákveðið að fara. Hann er miklu meiri heimsmaður en íslendingur, hann berst fyrir lífsgildum sem þekkja engin landamæri og takmarkast heldur ekki við tíma né rúm. Þau gilda á íslandi rétt eins og hvar sem er annars staðar, hér er ekki spurning um lög og reglur heldur réttlæti sem er ekki aðeins ein dyggðanna heldur TMM 1998:2 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.