Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 74
Sveinn Einarsson Hugleiðingar um laxneskar persónur, einkum leikper- sónur Ibsen Ljósdal Persónur hjá Laxness heita oft svo sérkennilegum nöfnum, að ógerningur er að láta sem þar ráði nein tilviljun. Það er engu líkara en Halldór hafi gripið til aðferða fáránleikastefnunnar við sumar nafngiftir í skáldsögum sínum, löngu áður en sú stefna var formlega upp fundin. Eða hvað segja menn um þá persónu í Sjálfstæðu fólki, sem Halldór velur nafnið Ingólfur Arnarson Jónsson á þeim árum þegar allir helstu glæpamenn landsins báru nöfn eins og Ríkharð Wagner Jónsson eða Hallgrímur Pétursson Guðmundsson? Uppnefningaráráttu íslendinga fann Halldór ódauðlegt form í Pétri Þrí- hrossi í Heimsljósi. Maðurinn sem missti glæpinn í íslandsklukkunni verður manni minnisstæðari fyrir nafnleysi sitt en þótt hann hefði heitið Jón og er þó Jón Jónsson úr Kjósinni svosem nógu eftirminnilegur. Hið ljósa man landsins heitir ekki Þórdís eins og fyrirmyndin, heldur Snæfríður og sjá nú allir menn, að hún gat aldrei heitað neitt annað. Eða svo við fikrum okkur nær nútímanum, hvar er doktor Búi Árland búi og hvert er það land sem hann ræður? Sumar nafngiftir Halldórs í leikritunum eru gagnsæjar í líkan máta, aðrar valda heilabrotum, af því að skáldið slettir ekki bleki út í bláinn. Meira að segja gætir þessa, eins og Stefán Baldursson hefur bent á, þegar í fyrsta leikritinu, Straumrofi (1934), sem annars er ekki táknsæisverk.1 Gæa er móðir jörð, Loftur faðirinn geispar golunni, Alda dóttirin berst eins og bára á hafi, himinn, jörð og haf; það vantar bara eldinn, en öll heita þau Kaldan og þeirra heimur er kalinn. Leikurinn fjallar um frosna borgaralega siðgæðis- vitund. Listamaðurinn Már er svo fugl sem flýgur, Dagur Vestan hin vestræna heimsmenning í gervi tæknivæðingarinnar, sem heldur ekki flytur með sér nema tímabundna lausn á neinum vanda. Leikurinn er hins vegar ritaður með raunsæislegum hætti og tilraun til að leika hann í hálfkæringi á áttunda 72 TMM 1998:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.