Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 77
HUGLEIÐINGAR UM LAXNESKAR PERSÓNUR, EINKUM LEIKPERSÓNUR Halldór. Orðið blandinn hefur nú stundum eilítið neikvæða merkingu í íslensku, að minnsta kosti ef menn eru komnir í bland við tröllin. En þegar hugsað er til annarra þeirra persóna Laxness, bæði í skáldsögum og leikrit- um, sem eru blandnar einhverju því, sem kynni að vera austræn speki, séra Jóns Prímusar, gömlu hjónanna í Brekkukoti, kúnstners Hansen og leiðtoga hans, fulltrúa andans úr Japan með lampa í höndunum, pressarans og konu hans, - allrar þessarar taó-fylkingar, - þá eru línurnar skýrari í þeim per- sónuteikningum. Það er helst, að flækja myndist kringum kúnstner Hansen, enda hefur listamönnum oftast gengið illa að lifa og starfa eftir formúlum. Á skáldið kannski við, að í Ibsen Ljósdal sé undarleg blanda og ekki af austurlenskum toga einum? Að minnsta kosti er nafnið undarleg blanda. Henrik Ibsen. Það var ekki laust við forðum, að menn vildu flokka verk hans eins og Brúðuheimilið, Þjóðníðinginn og Afturgöngur undir heimsádeil- ur. Þegar hins vegar var reynt að líma merkimiða á skáldið og skipa því til dæmis í flokk baráttumanna fyrir kvenfrelsi, fór hann undan í flæmingi og lét ólíkindalega. Varla fer á milli mála, að Halldór hefúr þekkt vel til verka hins norska skáldjöfurs, en þó sennilega eitt verkið best: þann eina sjónleik sem hann gaf sjálfúr íslenskan búning, Vildanden, sem hann kallaði öndina villtu. I þeim margfræga leik lýstur saman miskunnarlausri og ofstækisfullri kröfu að bera sannleikanum vitni - hvað sem hann kann nú að heita öðru nafni - og því bessaleyfi hins venjulega manns að fá að búa sér til sinn litla lygaheim - til þess að gera þungleika tilverunnar bærilegan. Getur hér leynst einhver lykill að þessari sérkennilegu nafngift? Skömmu áður en Laxness skrifaði Prjónastofuna, hafði verið leikin í Reykjavík í fyrsta skipti (og ekki vonum fyrr) Túskildingsópera Brechts. Hvort sem einhver tengsl eru á milli eða ekki, kemur fyrir í báðum leikjunum að gert er út á fatlaða og í þeirra nafni betlað fé. í Prjónastofunni heitir foringi þessarar hreyfingar Sine manibus, þ.e. hinn handalausi, og reynist vera keppinautur Ibsens Ljósdals um hylli hinnar „sannheilögu og auðtrúa" sálar, prjónakonunnar Sólborgar. Hann er þó ekki handalausari en svo, að á hann spretta armar, þegar mikið liggur við að faðma að sér prjónakonuna. Hann er með öðrum orðum einn fulltrúi þessa heims svika og falsana, sem er annað höfuðafl í leiknum, og í Prjónastofunni er hann reyndar í kappi við önnur eyðingaröfl, fegurðarstjórann, sem gerir út á fegurðina og Þrídísi, sem gerir út á stríð og eyðileggingu, enda segir skáldið í áðurnefndum skýring- artexta að leikritið sé „fullt af allskonar nútíma helvíti11. Má víst með sanni segja um öll þessi leikrit, að þar sé tekist á um sálir milli einskissvífandi afla gróðahyggju og þeirra, sem hlýða á söng næturgalans, þó að hann reynist kannski ekki vera annað en venjulegur þröstur eða jafnvel mús, ef betur er að gáð, líkt og í Prjónastofunni. Milli þessara afla stendur hún Lóa litla og TMM 1998:2 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.