Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 79
HUGLEIÐINGAR UM LAXNESKAR PERSÓNUR, EINKUM LEIKPERSÓNUR Síðan hallmælir Laxness Ionesco fyrir lokin á Nashyrningunum. I leikritum á Plús Ex ekki heima, eða hvað? Hann á ekki að fá að vera með. í Villiöndinni veltur það á túlkuninni á leiksviðinu, hvort áhorfandinn ímyndar sér að Gregers Werle eða Hjálmar Ekdal sé samsömun við höfundinn, ef þá endilega er nauðsyn að finna slíkan boðbera þeirra hugmynda, sem menn ætla skáldinu. Meira að segja Pétur Gautur er andhetja í hugvekju, og siðferðis- boðskapurinn í síðasta hlutanum fer í taugarnar á Laxness, er honum of augljós. í leikslok Prjónastofunnar gengur þessi hetja Laxness, Ibsen Ljósdal með mannkynið í Iíki prjónakonu í Paradís. Var skáldið eitthvað að óttast, að siðferðisboðskapur verksins yrði of augljós, þannig að hann neyddist í leiðbeiningum sínum til skilnings á verkinu að veitast að Ljósdal fyrir „rángar kenníngar“? Og hvað táknar heitið Ljósdal, af hverju heitir hann ekki bara Jón prentari eða eitthvað þvíumlíkt? í Ieiðbeiningum sínum talar Halldór um Ragnarök, þegar franska villan, sem hýsir prjónastofuna Sólina, er sprengd í loft upp. Hann gefur með öðrum orðum til kynna, að heiti og atburðir leiksins hafi þrátt fyrir allt táknlega merkingu. í Strompleiknum bera fulltrúar taóismans ljós í lampa. Ljósdalur heitir maðurinn. Austurlenskar kenningar snúa oft inn á við; samfélagsgagnrýni Ibsens sneri, eins oft vill verða hér á Vesturlöndum, út á við. Er þá kannski hér að finna hvað það er sem gerir Ibsen Ljósdal sér á parti í Taó-söfnuði Halldórs? Sú blanda, sem skáldið vék að. Því að Ibsen Ljósdal virðist þrátt fyrir allt trúa á það „að eftir tiltölulega fá ár verði allir komnir í alminlega skó og farnir að borða.“8 Umbi Biskup vill gera út mann, segir í upphafi Kristnihalds undir Jökli. Og sá maður á að vera umboðsmaður biskups við að kanna kristnihald undir Jökli, stytt Umbi. Umboðsmaður hvers er þessi piltur í raun og veru? Hann á að útbúa fyrir biskup hlutlæga skýrslu, ekki segja hvernig sér lítist á, ekki sannprófa neitt, því fáir eru líklegir til að segja nema soldið satt; enginn mjög satt, því síður hreina satt. Umbi: Og ef ég stend þá að lygi? Biskup: Tala aldrei illa um nokkurn mann í skýrslu. Munið að því sem logið er að yður, jafnvel vísvitandi, það er oft merkilegri staðreynd en sönn saga sem menn segja í einlægni. Sá sem vill halda á sínu fýrir þeim, hann gæti þess að ganga ekki af trúnni sjálfur.9 Og strákur heldur af stað vestur staðráðinn í að halda sig við hlutlæga skýrslugerð. Plús Ex á þar hvergi að vera með í för. Þessu til undirstrikunar TMM 1998:2 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.