Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 89
LEITIN AÐ UPPTÖKUM NÍLAR átti hann samkvæmt níu ára gamalli vitrun aðeins eitt ár eftir ólifað: „þetta var skáldsagan sem ég hafði heitstreingt að skrifa áður en ég yrði sautján ára; deya síðan glaður." (S 9) Þó er vandvirknin farin að láta á sér kræla. Þegar faðir hans leggur að honum að halda áffam í skólanum segir Halldór að Barn náttúrunnar komi fyrst, skólinn svo: „Ég sagði að hver stund sem mér ynnist næði færi til þess að hreinrita þó ekki væri nema eina eða tvær línur í senn af Barni náttúrunnar. Annað varð að mæta afgángi.“ (S 42). Þrátt fyrir það skilur hann „barnið“ eftir í próförk heima á Islandi í ákafa sínum að komast út í heim. Þá var hann þegar orðinn afhuga bókinni og segist skammast sín fyrir hana þegar hann snýr aftur til landsins og fer með veggjum. Hvergi er þó að fínna efasemdir um að rétt hafi verið að gefa Barn náttúrunnar út, enda segir á einum stað að það „spilli ekki mannorði neins á íslandi að gefa út bók, jafnvel þó þeim fáu sem lesa hana finnist hún vond.“ (G 221). Um áðurnefndar ritæfingar sem Halldór stundaði í Kaupmannahöfn veturinn 1919 segir hins vegar: „Hepni að ég taldi mér ekki trú um að það væru bókmentir sem ég var að skrifa; fyrir bragðið sendi ég ekkert frá mér.“ (Úev 199). Þarna er greinileg þversögn í skoðunum Halldórs en sögumaður er sammála hvoru tveggja, rétt eins og sá ungi maður sem látinn er taka ákvarðanirnar. Smásögurnar dönsku, sem Halldór skrifar af fjárskorti fyrir áeggjan Björns Halldórssonar bullast uppúr honum, enda hafði heimurinn „frá bernsku birst mér í eintómum söguefhum.“ (Úev 138). „Den tusindárige Islænding" „ffemur“ Halldór á einni nóttu (Úev 139) og ekki verður séð að hann leggi meiri vinnu í hinar sögurnar, enda fjallar hann hæðnislega um þær og tildrög þeirra. Þó lætur sögumaður það fylgja með að Berlingske Tidende sé virt blað og að kunningi hans, Jón frá Hlíð, hafi reynt að fá sögu effir sig birta þar og ekki tekist, endaþótt hann hafi verið prýðilegur rithöf- undur. Upp úr þessu fær Halldór hugmynd að sögunni um Þórð frá Kálfholti og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Hann fær vitrun um að yfirgefa Dan- mörku og fara til Svíþjóðar: „ég er sautján ára og ætla að verða skáld eða að minstakosti rithöfundur, og því kalli fýlgir barátta örðugleikar og jafnvel neyð.“ (Úev 160). Á hóteli í Helsingjaborg fara vinnubrögð Halldórs að minna á það sem hann stundaði síðar, sat aldrei skemur yfir verki sínu en fimm til sex klukkustundir á dag og fer þess á milli í langar gönguferðir. Það er engin tilviljun að glíman við ritverkið Salt jarðar, sögu kotbóndans Þórðar í Kálfholti, skuli vera fyrsta bókmenntasköpunin sem sögumaður lætur aðalpersónu sína taka alvarlega. Þórður þessi varð síðar að Bjarti í Sumarhúsum og saga hans, Sjálfstætt fólk, eitt af meginverkum Halldórs Laxness. Þórður er þannig mikilvægt skref í átt til þess sem varð og sköpun TMM 1998:2 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.