Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Qupperneq 96
SICÞRÚÐUR GUNNARSDÓTTIR
)
sögn veturinn 1921-22.6 Þetta er augljóst val sögumanns á því sem skiptir
máli í lífi hans eftir að minningabókunum sleppir. Með því að láta aðal-
persónuna vera farna að móta þær bækur sem eiga eftir að verða hátindur
höfundarverks sögumannsins er enn ljósara hvers konar maður er orðinn til
við lok þess tíma sem minningabækurnar spanna; það er fullmótað skáld,
æfingatímabilinu er lokið.
Ég sagði hér í upphafi að minningabækur Halldórs Laxness væru ekki
hans „veröld sem var“ en það er ekki rétt að öllu leyti. Þótt hann fjalli
einungis um lítinn hluta ævi sinnar er afstaðan til fortíðarinnar blandin
effirsjá og trega en án allrar iðrunar, eins og sjá má af lokaorðum kaflans Hjá
góðu fólki í Úngur eg var: „Svona skemtilega nótt og unaðslegan morgun
held ég einginn beri gæfu til að lifa nema hann sé sautján ára; og tíminn ári
eftir lok fyrra stríðs.“ Árin sem minningabækurnar spanna eru eins og þessi
nótt og viðhorfið sem gegnsýrir þær er það sama og í lýsingunni á henni:
þetta var gaman, þetta er ég og ég skipti máli. í klaufalegu samtali sem
Halldór á við stúlku í Reykjavík áður en hann fer til Danmerkur og sagt er
frá í Sjömeistarasögunni, líkir hann sér við Dr. Livingstone sem hætti sér inn
í myrkviði Afríku til að leita að upptökum Nílar. I minningabókunum leitar
Halldór að upptökum hins streymandi fljóts skáldgáfu sinnar og ævistarfs
og finnur þau, eða réttara sagt skapar þau.
Rit sem vísað er til:
Gustafsson, Harald. „„Gud bevare mig frán at ffálsa várlden." Intervju med Halldór Laxness“,
Bonniers Litterara Magasin 5/1981 s. 286-291.
Hallberg, Peter. Den store vávaren. En studie i Laxness’ ungdomsdiktning. Stokkhólmur, Rabén
& Sjögren, 1954.
Halldór Guðmundsson. „Skrýtnastur af öllu er maður sjálfur. Um minningasögur Halldórs
Laxness.“ Halldórsstefna. Rit Stofnunar Sigurðar Nordals 2. Ritstjórar Elín Bára Magnús-
dóttir og Úlfar Bragason. Reykjavík, Stofnun Sigurðar Nordals 1993.
Halldór Laxness. I túninu heima. Reykjavík, Helgafell, 1975.
Sami. Úngur egvar. Reykjavík, Helgafell, 1976.
Sami. Sjömeistarasagan. Reykjavík, Helgafell, 1978.
Sami. Grikklandsárið. Reykjavík, Helgafell, 1980.
Halldór Laxness og Matthías Johannessen. Skeggrœður gegnum tíðina. Reykjavík, Helgafell,
1972
Ragnhildur Richter. Lafað í röndinni á mannfélaginu. Um sjálfsævisögur kvenna. Reykjavík,
Háskólaútgáfan, 1997.
94
TMM 1998:2