Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 120
Jón Viðar Jónsson Af Hafnar-íslendingum á dönsku leiksviði 19. aldar í síðasta hefti af Tímariti Máls og menningar ritar Hannes skáld Pétursson skemmtilega grein, sem hann nefnir „Á fjölunum í Höfn“. Segir þar frá því uppátæki danska skáldsins Henrik Hertz að gera sérkennilegan Islending að persónu í leikriti sínu, Besoget i Kebenhavn (Kynnisferðin til Kaupmanna- hafnar), er flutt var á sviði Konunglega leikhússins í októbermánuði 1860. Þetta mæltist eitthvað misjafnlega fyrir meðal íslendinganna í borginni, sem þótti a.m.k. sumum vegið að þjóðlegum heiðri sínum. Var Benedikt Gröndal í þeim hópi og setti saman skammavísu um Hertz í bréfi til vinar síns Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara. Löngu seinna rifjaði Gröndal upp atburðinn í sjálfsævisögu sinni, Dcegra- dvöl.1 Þar segir hann m.a. frá því, að leikurinn hafi „fallið niður um stund“ sökum orðróms um, að einn hinna stærstu og sterkustu Hafhar-íslendinga, Stefán Thorstensen, hygðist berja á leikaranum sem hafði tekið að sér hlutverk íslendingsins skringilega. Sá hét Kristian Mantzius og var meðal fremstu skopleikara Dana; lék t.d. fyrstur manna Kranz kammerráð í Ævin- týri á gönguför eftir J. Chr. Hostrup sem orðið hefur öðrum dönskum gamanleikjum vinsælli á íslandi.2 Hannes Pétursson gerir því skóna, að Hertz hafi fyrstur danskra leikskálda notað íslending sem fyrirmynd að kómískri leikpersónu. Svo er þó ekki. Nokkrum árum fyrr, árið 1852, var sýndur í Casino-lerkhúsi gamanleikurinn En Fortid eftir Poul Chievitz og Adolph Recke. Frá þessu er sagt í grein í mánaðarritinu Sunnanfara árið 1894. Höfundur hennar var Ólafur Davíðs- son náttúrufræðingur og þjóðsagnasafnari og ber hún heitið „íslendingar í tveimur dönskum leikritum11.3 Segir Ólafur þar allítarlega frá hinum íslensku persónum í báðum leikritum, aukþess sem hann lumar á fyllri upplýsingum um aðdragandann að sýningu Kynnisferðar Hertz en Gröndal í Dœgradvöl. Er því vel þess virði að líta í skrif hans í framhaldi af grein Hannesar til að fræðast ofurlítið nánar um þessi mál. Upphafið á grein Ólafs hljóðar svo: 118 TMM 1998:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.