Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 132
JÓN VIÐAR JÓNSSON
Dana og höfundi frægustu listdansa þeirra, að hann gat boðið Indriða
Einarssyni að koma honum í kynni við meistarann, í von um að hann gerði
ballett upp úr Nýársnóttinni.24 Það skyldi þó aldrei vera, að hin göfuga og
fagra list ballettsins hafi verið Jóni hjartfólgin?
Af eðlilegum sökum voru Islendingar nær alltaf þiggjendur í menningar-
samskiptunum við Dani á þessum tíma. Þó að menntaðir Danir bæru
virðingu íyrir fornum menningararfi eyþjóðarinnar, gekk misvel að koma
þeim í skilning um, að enn væru samdar gjaldgengar bókmenntir á íslensku,
og er nóg að benda á frægt dæmi Þorsteins Gíslasonar, skálds og ritstjóra,
sem var neitað um að taka íyrir efni úr íslenskum samtíðarbókmenntum til
prófs við Hafnarháskóla. Samt var ekki dæmalaust, að danskar sálir leituðu
fróunar í íslenskri orðlist frá nýrri tíð. Þegar frú Heiberg er í endurminning-
um sínum að riQa upp þá daga, er stormurinn kringum mann hennar var
sem stríðastur og rógurinn og níðið gekk sem ákafast, segir hún að hann hafi
leitað inn íeiginhugarveröld.Tilað lýsaþvígrípurhúneftirfarandiljóðlínur:
„men Odur sig skabte
En verden af latter
Daverden bedrpvede ham.“25
Hafi ffúin vitað hvaðan þessar hendingar komu, nefnir hún ekki höfund
þeirra. Ætli þurfi að segja mörgum Islendingum hvar sá „hlátra heimur" sem
Heiberg flúði inn í, átti ætt sína og óðul?
Aftanmálsgreinar
1 Sjá Benedikt Gröndal, Dœgradvöl (Reykjavík 1965), bls. 227.
2 Sjá Jón Viðar Jónsson,,Judge Kranz on the Icelandic Stage“, Nordic Theatre Studies, nr. 5
(Kaupmannahöfn 1992).
3 Sutinanfari, 4 ár 1894—95, bls. 30. Greinin birtist í þremur hlutum og eru hinir tveir síðari
á bls. 38 - 39 og 46-47 sama árgangs.
4 Sjá En Fortid. Vaudeville-Comedie i 3 Akter af Poul Chievitz og Adolph Recke (Opfprt
fórste Gang paa Casinos Theater d. 15. Novbr. 1852). Kbh. 1853.
5 Sjá Dansk litteraturhistorieeftir Oluf Friis og Uffe Andreasen (Kbh. 1976), bls. 495.
6 Sjá Dansk litteraturhistorie, bls. 429- 432. Sjá einnig Dansk biografisk leksikon, 3. bd. (3.
udg. Kbh. 1979), bls. 226-227.
7 Sjá Jón Viðar Jónsson, Leyndarmál frú Stefaníu (Rvík 1997), bls. 221-238.
8 Um sögu Konunglega leikhússins hefur að sjálfsögðu margt verið ritað. Hér styðst ég
einkum við nýlegt yfirlitsrit Jens Engbjerg Til hver mands nytte, 1 og2. bindi (Kbh. 1995).
Margvíslegar upplýsingar er einnig að finna í Dansk teaterhistorie, 1. og 2. bindi, red. Kela
Kvam, Janne Riisum og Jytte Wiingaard (Kbh. 1992).
9 Sjá Elin Rask, Det kritiske parterre - Det kongelige Teater og dets publikum omkring ár 1800
(Kbh. 1972), bls. 109-122.
130
TMM 1998:2