Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 135

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 135
NÝRNMÖR AF ALISVÍNI rödd æmta: „Hættu nú að sjóða, Guðni minn; þetta er bara ég, norðlenski sperðillinn.“ Einhvem tímann kenndi Þórbergur okkur að nákvæmni léði verkum meiri þunga, fyllra líf og sterkari tiltrú. En við nýrnmörssuðu er pípt á alla nákvæmni enda gusugangurinn og sullumbullið slíkt að hið fíngerða fer sjálfkrafa forgörðum. Meðal þess er trúnaður við orð og skoðanir andstæð- inganna - sem aðeins er við hæfí sperðla. Guðna beitir þannig óspart „strámannsrökum": þeirri haglegu aðferð að hakka andstæðinginn í spað með því að leiða í ljós firrur og fleipur í því sem hann hélt aldrei fram. Ég mun benda á fjölmörg dæmi slíks hér í framhaldinu. En fyrst langar mig til að velta því ögn fyrir mér með lesandanum hvert sé viðfangsefni Guðna þar sem það gengur alls ekki skýrt fram af fyrirsögn greinar hans eða upphafi. Fyrir um áratug flæmdist ég óvart inn í deilur um uppeldis- og kennslu- fræði, deilur sem raunar hafa þolað illa tímans tönn .3 Er ég sá að grein Guðna var ætlað að fjalla um „kennslufræði“ mína óttaðist ég að nú ætti að vekja á ný til lífs þann langsvæfa draug. En svo var ekki; Guðni víkur ekki einu orði að kennslufræði í hefðbundinni merkingu þess orðs, hvað þá hugmyndum mínum um þau efni. Raunar tók það mig tvo til þrjá lestra að átta mig á hvaða nýmerkingu Guðni legði í hugtakið kennslufræði. Merkingin, sem ég kem hér með á framfæri við Orðabók Háskóla Islands, virðist vera þessi: Kennslufrœði = alþýðleg fræði, samin af fræðimanni með þarfir almennings og/eða starfssystkina af sérsviðum öðrum en hans eigin í huga. Guðni vegur nokkur verk mín af þessu tagi í grein sinni og finnur léttvæg (eða öllu heldur skaðvæn) og dregur af því þá ályktun að mér láti illa hlutverk lýðfræðarans. Ekki er allsendis Ijóst hvort áfellisdómurinn gildir einnig um sérhæfðari verk mín á sviði siðfræði og stjórnmálaheimspeki, það er heimspeki mína al- mennt, en nokkra vísbendingu í þá átt má lesa úr þeim orðum höfundar að í ritgerðasafninu Af tvennu illuf sinni ég hlutverki „alþýðufræðara“ (81). Nemendur mínir, sem undanfarið hafa paufast í gegnum fremur þyrkings- legar ritgerðirþaðanum siðfræði ogmannlegartilfinningar, myndu sjálfsagt fagna því ef þau orð stæðu heima og öll skrif mín væru jafn „alþýðleg" og verkin sem Guðni gagnrýnir. En þar sem hann lætur hjá líða að geta stærri og tæknilegri ritgerðanna túlka ég orð hans svo að skotspónninn sé aðeins auðmeltari hlutinn af heimspeki minni, ,Jcennslufræðin“ vonda; ég sé að minnsta kosti meiri viðsjálsgripur utan fílabeinsturnsins en innan. Fyrir mér vakir að sýna fram á hér á eftir hvernig Guðni skrumskælir og afflytur flestar skoðanir mínar; sigurgleidd hans sé yfir ímynduðum and- stæðingi en ekki raunverulegum; hann sé svaka svanabani en lítill skákmaður og láti betur að sjóða nýrnmör en sperðla. TMM 1998:2 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.