Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 136

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Síða 136
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON II Ritverkin sem Guðni Elísson gerir aðsúg að eiga sér þrenns konar uppruna. Mestu púðri eyðir hann á ritgerðina „Að lifa mönnum" úr Aftvennu illu en einnig ber á góma eldri ritgerð, „liður þeim best sem lítið veit og sér? - Hugvekja um heimsku“, og að lokum nokkrar glefsur úr greinaflokki mínum um tíðaranda í aldarlok sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins á síðastliðnu hausti - þó að Guðni telji flokkinn raunar of „hlaðinn af hleypidómum og innihaldslausum rangfærslum“ (97) til að eiga svör skilið.5 í fyrstu ritgerð- inni, sem upphaflega var flutt sem erindi á málþingi kennslumálanefndar Háskóla íslands, reifa ég tvær spurningar; annars vegar þá hvort háskóla- kennurum beri á einhvern hátt að hafa það að leiðarljósi við val rannsókn- arefna að niðurstöður þeirra geti haft hagnýtt gildi, stuðlað að bættum efnislegum eða andlegum hag samfélagsins, og hins vegar hvort háskóla- kennarar hafi fræðslu- og vegsagnarskyldu að gegna gagnvart almenningi umfram það sem felst í starfi þeirra innan veggja skólanna. Ég kannast við í upphafi greinarinnar að þessum spurningum verði ekki svarað með ströng- um fræðilegum hætti í stuttu máli en reyni samt að brydda upp á játandi svari við þeim báðum. Önnur ritgerðin er samin í gamansömum tón, í stíl fornlegrar manngerðafræði, og birtist upphaflega í Nýjum menntamálum með viðeigandi skopmyndum af hinum ýmsu birtingarmyndum heimsk- unnar í mannlegu gervi. Hefur hingað til ekki verið gerður betri rómur að öðru efni sem ég hef sett á blað enda flestum þótt greinin fyndin (sem ég hygg að hafi ekki verið talinn höfuðkostur annarra ritsmíða minna) en jafnframt auðvelt að greina alvörubroddinn að baki gamninu, þann að skaðlegasta tegund heimskunnar í nútímanum sé „flathyggjan": dá-leysi og andleg leti þeirra sem reynt hafi of margt og gert of margt á unga aldri og útkulnað andlega. Greinaflokkurinn um tíðarandann í aldarlok Qallar svo aðallega um áhrif tvenns konar póstmódernisma á fræði og listir síðustu áratuga, jafnframt því sem ég þykist afhjúpa ákveðna bresti í rökgerð þeirrar víðfeðmu menningarheimspeki. Við fyrstu sýn virðast þessar þrjár ritsmíðar mínar ekki eiga margt sam- eiginlegt en Guðni er annarrar skoðunar og sér ýmiss konar leynitygla tengja þær saman. „Þverúðarsegginn, dúllarann og flathyggjumanninn má sjá sem fulltrúa þeirra fleðufræða sem Kristján gagnrýnir í Lesbókar-greinunum" (93), segir hann meðal annars. Það er að segja: Skoplýsingarnar úr greininni um heimskuna standa í læblöndnu sambandi við ádrepu mína á póst- módemismann og gott ef ekki líka þá hugmynd úr greininni „Að lifa mönnum“ að til kunni að vera fræði sem hvorki séu heilnæm iðkendunum né virðingarverð út á við, og ég nefni „fleðufræði“ í anda Platóns. Mér er eiður sær að hafa ekki sjálfur leitt hugann að þessum tengslum, en Guðni er 134 TMM 1998:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.