Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 137

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 137
NÝRNMÖR AF ALISVÍNl sjálfsagt vanur frjálslegum bókmenntatúlkunum eða „afbyggingu“ af þessu tagi. Verra er þegar hann gerir „hefðbundna bresk-bandaríska heimspeki" að einhvers konar samnefnara gagnrýni minnar á póstmódemismann og fleðufræðin (81). Þar ranghermir hann beinlínisorð mín því þótt ég nefni á nokkrum stöðum í fyrrnefndum greinaflokki hvemig póstmódemisminn misbjóði kröfum bresk-bandarískrar heimspeki um nákvæmni, ögun og röklega samkvæmni þá kemur sú aðferðafræði hvergi við sögu í umræðunni um skyldur háskólakennara, enda veit ég ekki til þess að „hefðbundnir“ (analýtískir) bresk-bandarískir heimspekingar hafi neina sameiginlega skoðun á hagnýtu gildi rannsókna í háskólum. Af gnótt annarra smærri dæma er að taka um beinar rangfærslur eða ýktar og uppskrúfaðar túlkanir á orðum mínum. Örfá verða að nægja hér: a) Túlkun Guðna: Ég tengi „hættur póstmódernisma" meðal annars við Kringluna í Reykjavík og Gyrði Elíasson (81). Sannleikurinn: Ég tek það sem dæmi um hve viðsjált sé að skilgreina hugtakið póstmódernismi hversu ólíkir hlutir og persónur hafi verið tengd því og bendi síðar á hvemig tiltekinn bókmenntafræðingur hafi flokkað nokkur eldri ljóð eftir Gyrði Elíasson undir (fyrri bylgju) póstmódemisma. Er það „hættulegt“ að listamenn túlki stefnur og strauma samtíðar sinnar (burtséð frá því hversu heimspekilega umdeilanlegar þessar stefnur kunna að vera)?6 b) Túlkun Guðna: Ég skipti skyldum háskólakennara í tvenntí upphafi greinarinnar „Að lifa mönnum“ (82). Sannleikurinn: Ég fjalla í greininni um tvær a/hugsanlegum skyldum háskólakennara gagnvart samfélaginu eða almenningi en minnist ekki svo mikið sem einu orði á ýmsar aðrar skyldur, sem venjulega er kveðið á um í siðareglum starfsstétta, svo sem gagnvart faginu, samstarfsmönnum og, ég tala nú ekki um, höfuðskjólstæðingunum sem í tilfelli háskólakennara hljóta að vera nemendurnir. c) Túlkun Guðna: Það að ég skuli benda á dæmi um háskólakennara á borð við Sigurð Nordal og Ágúst H. Bjarnason sem fyrrum hafi verið duglegri að kynna verk sín fyrir almenningi en ýmsir kollegar þeirra nú á dögum „ber öll merki tragískrar sögusýnar sem vísar til glæstra en glataðra tíma“ (86). Sannleikurinn: Ég hef líklega verið iðnari en nokkur annar íslenskur heimspekingur við að spyrna á móti þátíðarþrá og sveita- rómantík.7 d) Túlkun Guðna: Ég vitna í greinasafn Þorvalds Gylfasonar og set fram þá kenningu að „vart hefðu jafnmargir hneigst að villukenningum kommúnista um efnahagsmál, svo dæmi sé tekið, ef hagfræðingar hefðu lagt meiri rækt við fyrirbyggjandi almannafræðslu“ (94). Sannleikurinn: Eins og glöggt kemur fram í greininni set ég enga kenningu fram um þetta efni heldur vitna beint í orð og kenningu Þorvalds sjálfs.8 e) Túlkun Guðna: Það að ég skuli ekki viðurkenna að ný orð um andlega fötlun hafi haft breytingu íförmeð sér „sýnir glögglega takmarkanir hefðbundinnareðlishyggju“(93). TMM 1998:2 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.