Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 142

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 142
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON fræði („gagnrýnin héraðshyggja“ eða hvað við viljum kalla það), þar sem afurðum tiltekinnar menningar er hampað umfram eigið ágæti, eigi rétt á sér tímabundið meðan tiltekin þjóð eða menningarhópur er að styrkja innri samheldni sína og skapa sér vígstöðu gagnvart öðrum. Þjóðemisstefna íslensku aldamótakynslóðarinnar væri þá gott dæmi (92). Þessum rökum þyrfti ég að svara í lengra máli en hér er kostur; en skoðun mín er í sem stystu máli sú að róttæk þjóðemis- og einangrunarstefna sé alltaf á endanum af hinu illa: skammæ gagnsemi þeirra vegi aldrei upp á móti fjarvirkari hætt- unni sem af þeim stafi. „Menningarsýn“ þjóðabrotanna í gömlu Júgóslavíu má þar vera okkur nærtækt víti til vamaðar. V Sir Peter Medawar, Nóbelsverðlaunahafi í læknisfræði, segir frá því á einum stað að fyrst þegar hann hafi sótt um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna hafi skrifstofumaður í sendiráðinu lesið lyrir hann spurningar af blaði. Meðal annars var hann inntur eftir því hvort hann hefði nokkuð í hyggju að kollvarpa stjórnskipun Bandaríkjanna. Medawar svaraði því til að slíkur væri að minnsta kosti alls ekki ásetningur sinn oghann vonaði sannarlega að hann gerði það ekki fýrir slysni. Skrifstofumanninum þótti þetta ekkert fýndið.14 Ég vil fá að lýsa yfir því við lesendur Tímarits Máls og menningar að það er ekki og hefur aldrei verið ásetningur minn að vega að akademísku frelsi, henda gaman að þroskaheftu fólki eða gera lítið úr baráttu rithöfunda úr jaðarhópum, þar á meðal svartra skáldkvenna, fyrir því að njóta hlutgengis á borð við aðra. Ég vona að orð mín hér að framan hafi fært lesendum heim sanninn um að ályktanir Guðna í þessa veru hljóti að vera til komnar fyrir slysni - og þá frekar hans en mína. Ef til vill erum við á öndverðum meiði um einhver heimspekileg eða menningarleg grundvallaratriði; kannski trúi ég á móderníska upplýsingu en hann á póstmódemíska aflýsingu.15 Um það hef ég ekki minnstu hugmynd enda virðist Guðni ósammála John Stuart Mill um gildi rangra skoðana til að dýpka skynjun og skilning á sannleikanum16 og vill ekki deila við mig um „tíðaranda í aldarlok". Hann deilir hins vegar á mig lýrir skoðanir sem hafa aldrei verið til nema í ímyndaða pottinum hans þar sem nýrnmörinn vellur. Tilvísanir 1 „.Dordingullhékk ílæblöndnu lofti.‘KennslufræðiKristjánsKristjánssonar“, TímaritMáls og menningar, 59 (1) (1998). Eftirleiðis verður vísað til blaðsíðna í greininni með sviga- tölum í meginmáli. 140 TMM 1998:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.