Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 144

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Side 144
Ritdómar í fótspor englanna Einar Már Guðmundsson: Fótspor á himnum. Mál og menning 1997.216 bls. Það getur verið erfitt að íylgja eftir vel heppnaðri skáldsögu og engu er líkara en að það eimi eftir af Englum alheimsins í titli nýrrar skáldsögu Einars Más Guð- mundssonar, Fótspora á himnum. Sögu- sviðið er þó allt annað; hér er leitað fanga aftur í öldina og sögð fjölskyldusaga á breiðum grunni. Að mörgu leyti sverja Fótspor á himnum sig fremur í ætt við eldri skáldsögur Einars Más; persónur eru settar saman úr ummælum úr ýms- um áttum, almannarómi, orðspori, fréttatilkynningum, dreifibréfum; „fyr- irspurnir og skjöl hafa leitt hið sanna í ljós“ (147). Það er búinn til goðsagna- kenndur andblær í kringum persónurn- ar sem líkt og eldri persónur Einars bera viðurnefni: Grímur boxari, Olli Spánar- fari, eða skarta starfsheiti líkt og Anton rakari: Haraldur tómthúsmaður, Óli ragari. Persónugalleríið er nokkuð stórt og ef til vill tekur söguaðferðin þá áhættu að persónurnar verði að yfirborðsmynd- um og stikkorðum fremur en að lifna á síðunum. Nærvera sögumanns í verkinu er sterk. Það er stórt og mikið „ég“ sem talar, heldur utan um og tengir saman þræði úr fjölskyldusögu sinni. Sögumað- urinn er einnig söguhöfundur og hefur viðað að sér heimildum úr ólíklegustu áttum, komist í óprentaðar endurminn- ingar „Gumma löggu“, hann hefur aðgang að dagbókum „Símonar fátækrafulltrúa“ og vimar jafhvel til ummæla afgreiðslu- stúlkna í búðum um sögupersónumar. Það er sama hvern þú spyrð: af- greiðslustúlkurnar við Laugaveginn, sem nú eru orðnar gamlar konur, hafn- arverkamennina, sjómennina, íþrótta- mennina, kommúnistana, jafnvel lög- regluþjónana sem stundum handtóku hann: Allir segja það sama: ,Annað eins glæsimenni hefur ekki sést.“ (122) Þessi upptalning segir reyndar jafn mik- ið um sögusviðið og um persónu Olla Spánarfara. Það er þeyst á milli helstu atvinnuvega þjóðarinnar, sagan berst til sjávar og sveita, útum borg og bí og til fjarlægra landa; „heimildirnar" eru víða að. Sögumaður sem svo mikið hefur lagt á sig fýrir söguna er þó ekki sýnilegur sem persóna og ekki meðvitaður skrá- setjari eða rithöfundur. Það glyttir í hann óljóst hér og þar, honum skýtur upp en hann hverfur jafnharðan; hann ber at- burðum ljóslifandi vitni þó hann hafi verið fjarri góðu gamni. Og sögusamúð- in er ljós þó hún sé ekki einhlít: þetta er saga verkafólks, bænda, sjómanna, fá- tæks fólks, undirmálsmanna. Tónninn er sleginn strax í upphafsmynd sögunnar en sú mynd lifir í gegnum söguna. Guð- ný, amma sögumanns, horfir á niður- setninga í fjarska; það er verið að flytja fólk sveitarflutningi. Amma sér hreyfmgu við veginn. Þetta er lest með fjórum hestum sem lötra, niðurlútir og þungir. Á fremstu 142 TMM 1998:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.