Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 148

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 148
RITDÓMAR þeir hefja hana báðir á stall sem henni finnst fara illa undir sér. Sjálf sér hún sig sem ofurbreyska og lausa við heilagleika. Og þannig sjá lesendur hana líka, ekki fyrst og ffemst vegna þess að hún fellur fyrir þeim báðum á sama tíma og ekki svo mjög vegna þess að hún lætur sig hafa það að eiga í ástarsambandi við mann sem er allt í senn: kvæntur prestur, þrefaldur fað- ir, 15 árum eldri og skólastjóri við skól- ann þar sem hún stundar nám. AðaUega bliknar hún í augum lesenda vegna alls þess sem hún gerir ekki á síðum bókar- innar heldur aðeins í ástföngnum augum ástmanna sinna. Hún drýgir einfaldlega engar dáðir, hvorki verklegar né andlegar, og snertir ekki við neinum taugum í sál- arlífi lesenda. Slíkur skortur á nálgun hlýtur að skrifast á slaka persónusköpun. Tekla er dæmigerð að mörgu leyti. Hún hefur lítið sjálfstraust og sú vöntun er skýrð með „þungum áfellisdómi“ föð- ur hennar: Það verður aldrei neitt úr þér! Getur ekki einu sinni sópað gólf almennilega! Með tímanum skaddaðist tiltrú móður minnar á sjálffi sér og þannig varð hún sérstaklega berskjölduð gagnvart mönnum sem höfðu mikla trú á henni (bls. 11). En fóstrið sem hún lét eyða er á annarri skoðun: Það var satt sem þeir [Kristófer Kári og séra Kolbeinn] sögðu, móðir mín var vel af Guði gerð. Hún var líka sérstök. En hún gerði sér ekki grein fyrir þessu og lagði sjaldnast trúnað á yfirlýsingar í þá veru eða túlkaði þær neikvætt (bls. 10-11). Því miður er óviðjafnanleika hennar jafnan lýst á þennan hátt. Lesendur geta því aðeins valið um að leggja trúnað á orð fóstursins eða vefengja þau; þeir fá ekki að meta orð hennar og athafnir nema í sáralitlu. Kristófer Kári er maðurinn sem alla tíð er með glýju í augunum yfir full- komnun Teklu, elskar hana jafnvel svo mikið að hann er tilbúinn að deila henni með öðrum. Hann lætur sér a.m.k. í léttu rúmi liggja þótt hún finni hjá sér þörf fyrir að breyta til og falli fyrir manni sem fellur fyrir henni. Alltaf situr Kristófer reiðubúinn við símann og til í að stökkva af stað ef Tekla gefur merkið. Hann er í raun fúlltrúi staðfestunnar lengst af. 1 lokahluta sögunnar hleypur hann þó út- undan sér svo um munar. Séra Kolbeinn er syndaselurinn, mað- urinn sem á að ganga á undan með góðu fordæmi og lifa lastalausu lífi. En hann sver sig í frændsemi við marga aðra geist- lega þjóna bókmenntanna, gerir sig ber- an að eigingirni og losta, gleymir sér í sjálfhverfri naflaskoðun. Á þriðja fleti bókarinnar fær hann yfirbragð lykilper- sónu þegar hann ber sig eftir biskups- embætti. Þegar Teklu rak á fjörur hans var hann í virðulegu embætti sem rektor Lýðskólans í Skálholti en kynhvötin spyr ekki að slíku. Ólíkt mörgum öðrum starfsmönnum guðs í bókum var honum gert að horfast í augu við siðferðisbrest sinn og súpa seyðið af honum. Slík raunadrykkja stóð þó ekki lengi því að hann hafði vit á að fara í framhaldsnám meðan helstu öldurnar lægði og svo hljóp enn á snærið hjá honum. Hann fékk stöðu í Háskólanum og vann sig fljótt upp í deildarforsetann. Syndir feðr- anna koma sjaldnast niður á þeim sjálf- um. Yngsta dóttir hans átti hins vegar eftir að komast í tæri við eina ... Saga tvö í þessum ferhyrningi fjallar um sjúkleika Teklu, lotugræðgina. Það er ekki fyrr en bókin er tæplega hálfhuð sem tæpt er á henni, búlimíunni sem hlýtur þó að hafa verið samofin öllu lífi Teklu frá því að hún gerði vart við sig. Þessi felulegi megrunarsjúkdómur ungra stúlkna sem vilja falla í kramið. Annar ferningur bókarinnar veltir sér sem sagt upp úr honum og þeirri vanlíð- an sem hann kallar yfir Teklu. Engin al- vörutilraun er gerð til að skýra hann eða 146 TMM 1998:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.