Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 157

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1998, Page 157
RITDÓMAR heimspekirits sem út kom árið 1912, tveimur árum fyrir dauða hans, og var löngu horfið af sjónarsviðinu og fallið í gleymsku. Þótt ýmsir hafi vakið máls á því að meira hafi verið skrifað um heimspeki á íslandi á fyrri og síðari öldum en margir hyggja, hefur þessari hefð, ef svo má segja, ekki verið sýndur sá sómi sem hún á skilið. Ætti þó að vera gagnlegt að sjá hvernig íslendingar hafa hugsað um lífið og tilveruna og orðað það á íslensku (eða öðrum málum). Þannig verður að telja það sérlega til vansa að heimspekirit Guðmundar Finnbogasonar skuli ekki fyrir löngu vera komin út í nýjum og aðgengilegum útgáfum, - og þóttu hug- myndir hans þó svo merkar á sínum tíma að doktorsritgerð hans var þýdd um- svifalaust á frönsku og vakti talsverða athygli. Heimspekirit Brynjúlfs, Saga hugsunar minnar, um sjálfan mig og til- veruna, setti að vísu engin spor af því tagi í hugmyndasögu Islendinga né annarra, enda virðast menntaðir heimspekingar í samtíma hans hafa staðið nokkuð ráð- villtir gagnvart því, en það er eigi að síður fagnaðarefni að það skuli nú aftur vera komið fyrir almenningssjónir eftir átta- tíu og fimm ár, í umsjón Haralds Ingólfs- sonar, sem einnig ritar ítarlegan inngang, og skipa sæti þar sem það á heima, í ritröðinni íslensk heimspeki, Philosophia Islandica. Saga hugsunar minnar er nefnilega miklu meira en einhvers konar kúríósum í einhverri hálfgildings utangarðshefð. Hvernig sem á það er litið, er þetta rit stórmerkilegt og reyndar alveg einstakt í íslenskum bókmenntum. Höfundur þess var sjálfmenntaður alþýðumaður, sem hafði áreiðanlega mjög takmarkað- an aðgang að heimspekiritum en hugs- aði því meira um hinstu rök tilverunnar og tók sér síðan fyrir hendur að skrá niðurstöðurnar. Árangurinn var alskap- að heimspekirit, þar sem grundvallar- hugmyndirnar, eða forsendurnar, eru settar fram skýrt og skipulega og hvað leiðir síðan af öðru á rökréttan hátt. Svo er ekki að sjá að höfundurinn hafi átt í neinum erfiðleikum við að tjá sig: þegar ritið er flókið er það af því að hugsunin er flókin, en framsetning sjálf er lipur, og þótt stíllinn sé vitanlega annar en á sögu- ritum hans er málið gott og einkum at- hyglisvert hvernig hann útvíkkar það með alls kyns nýyrðum, þegar hugmyndir hans krefjast þess. Má af þessu ýmislegt læra. Á ritinu eru fleiri en ein hlið og má því nálgast það á margvíslegan hátt. Að vissu leyti er það merkileg saga um trúar- kreppu alþýðumanns á seinni hluta 19. aldar og tilraunir hans til að losna úr henni. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna byrjar höfundur á því að rekja þroskasögu sína. Hann segir fyrst frá því hvernig hugsun hans vaknaði, hvernig hann fór að gera sér grein fyrir eigin sjálfi og sérleika, og hvernig fyrstu efasemd- irnar í trúmálum vöknuðu. Þótt honum tækist að róa annan mann, sem átti í stríði við efasemdir, fann hann samt enga lausn sem hann gæti sjálfur sætt sig við, uns hann komst á þá skoðun að ekki væri hægt að skýra tilvist hins illa í heiminum nema með því að gera ráð fyrir að æðstu verurnar væru tvær, önnur góð og hin ill, og báðar eilífar og jafnvoldugar. Honum fannst þó þessi tvígyðiskenning voðaleg í sjálfu sér, og hann vildi komast burt frá henni. Fram að þessu er ekki annað að sjá, en höfundur hafi byggt alla hugsun sína á barnalærdóminum, biblíunni, kverinu og boðskap sóknarpresta, og er sennilegt að hann og kunningi hans ónefndur hafi ekki verið einir um efa- semdirnar. En þegar hér er komið verða umskipti, því nú kynnist höfundur því heimspekiriti íslensku, sem sennilega hefur haft mest áhrif á samtíð sína og komið mun fleirum en Brynjúlfi til um- hugsunar, kvæðinu Njólu eftir Björn Gunnlaugsson. Við lestur þess gat hann losnað við tvígyðiskenninguna, en það var skammgóður vermir, því fleiri vandamál skutu upp kollinum. Þegar hér var komið sögu og höfund- TMM 1998:2 155
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.