Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 7
HLUTYERK SKÍRNIS.
Hlutverk Hins íslenzka bókmenntafélags og Skírnis sér-
staklega hefir verið á dagskrá undanfarin ár og þá ekki
sízt á síðasta ári vegna 150 ára afmælis félagsins. Slíkar
umræður eru — eða að minnsta kosti ættu að vera —
þarflegar.
Á fundi, sem haldinn var í félaginu að ósk nokkurra
félagsmanna 24. maí 1966, var um þessi mál fjallað, og
gafst mér þá sem ritstjóra Skírnis tækifæri til að svara
þeirri gagnrýni, sem fram kom á ritið, en sú gagnrýni
var furðulítil, svo að ég taldi mig mega vel við una.
En þótt ég líti svo á, að ég hafi ekki yfir neinu að
kvarta og telji gagnrýni eðlilega og skoðanamun nauðsyn-
legan, hygg ég þó rétt að skýra málið lítið eitt frá mínum
bæjardyrum séð, enda var ekki nema lítill hluti félags-
manna staddur á fyrr greindum fundi.
Ég veit ekki, hvort þeir, sem aldrei hafa nærri ritstjórn
komið, gera sér grein fyrir, að það er ýmsum erfiðleikum
háð að gefa út tímarit, sem vill halda, til þess að gera,
háum staðli án þess þó að gera kröfu til að kallast hreint
vísinda-tímarit. Til þess að gera slíkt, svo að fyllilega við-
unandi sé, þarf inikið fé. Ritlaun, sem Skírnir getur boð-
ið, liafa verið og eru svo lág, að ekki svarar kostnaði að
rita í hann. Á sama tíma og tekur að semja grein í Skírni
má fá miklu ineira fé fyrir t. d. að vélrita greinir í liann,
fara á síld, lesa prófarkir eða fást við húsagerð. Þetta er
fyrsta atriðið og ef til vill höfuðatriði: Það er ekki fjár-
hagslegur ávinningur að því að rita í Skírni. I þjóðfélagi,
þar sem aðalkeppikeflið er — og ef til vill verður að
vera — að eignast íhúð, lieimilistæki, liúsgögn, mér ligg-