Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 98
96
Páll Kolka
Skírnir
sá ttagerðinni, og það kvonfang, sem lionum var bæði vegur
og hagur að. Vatnsdæla og hin heldur ótrúlega sögn um
Húnröð í Ólafs sögu Tryggvasonar gera sennilega of mikið
úr féleysi hans, en hinn mikli uppgangur ættarinnar verður
varla skýrður nema með mjög mikilsmetnum og auðugum
kvonföngum þeirra feðga, Húnröðar og Más. Afkomendur
Húnröðar eignast lendur í Vesturhópi og þar um slóðir og
verða þar svo atkvæðamiklir, að sú ættgrein verður ekki leng-
ur tengd við nafn Ævars, heldur gengur undir nafninu Hún-
röðlingar. Það bendir til þess, að sonur eða öllu heldur synir
Húnröðar hafi flutzt þangað, og Breiðabólstaður verður þar
helzta höfuðból ættarinnar lengi vel.
tllfhéönar.
Nafn tJlfhéðins á Móbergi hélzt við hjá frændum hans í
Goðdalaætt. Ólafur Lárusson prófessor, sem ritaði um land-
námsmenn í Skagfirzk fræði II., færði að því allmikil rök,
að Eiríkur í Goðdölum hefði ekki kvænzt, fyrr en eftir komu
sína til íslands. í höfðingjatali Kristnisögu á lögmannsárum
Þorkels mána 970—984 eru höfðingjar Skagfirðinga taldir
Arnór kerlingarnef, Þorvaldur Spak-Böðvarsson og „þeir
Starri bræður í Goðdölum“. Hólmgöngu-Starri hefur þá ver-
ið lifandi og bræður hans Þorkell, Hróaldur og Þorgeir, einn
eða fleiri. Goðorðin eru orðin skipt milli afkomenda Höfða-
Þórðar á Hofi á Höfðaströnd, Hjalta á Hofi í Hjaltadal og
Eiríks á Hofi í Goðdölum.
Þorbjörn Þorkelsson úr Goðdölum er talinn fyrir heiðnum
mönnum á Alþingi 999, og Hafur hinn auðgi hróðir hans er
nefndur í Njálu á þinginu 1010 eða svo, en auk þess er
nefndur Ingimundur sonur hans, fimm ára gamall, í Þor-
valds þætti viðförla.
Næst hittum við fyrir okkur tJlfhéðin Þorbjarnarson,
tengdaföður Snorra Karlsefnissonar, en langafa Þorláks bisk-
ups Runólfssonar (f. 1085, biskup í Skálholti 1118—1133)
og langalangafa Brands biskups Sæmundssonar (biskup á Hól-
um 1163—1201). Ari fróði, samtímamaður Þorláks biskups,
samdi íslendingabók fyrir biskupana, og hefur auðvitað get-