Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 20
18
Elias Bredsdorff
Skirnir
í ensku, að hann mundi komast að orði eins og „en sand
Casper Hauser“. „Missið nú ekki þolinmæðina, þegar ég fer
að tala enskuna, þunglamalega og klaufalega. Að komast svo
að orði sem ég vildi, gæti ég þó ekki, þó svo ég talaði ensku
eins og Englendingur ...“
Síðast í maí 1857 kom skáldsaga H. C. Andersens „At være
eller ikke være“ — „To Be or Not to Be?“ — út á ensku í
London, samtímis því að hún kom út á dönsku í Kaupmanna-
höfn. Enska útgáfan var tileinkuð Dickens „af hugheilum vini
hans, Hans Christian AndersenC
Um sama leyti fór Andersen frá Kaupmannahöfn, og frá
Brussel skrifaði hann Dickens: „. . . ég hlakka til eins og harn
að rétta yður höndina, sjá yður aftur augliti til auglitis, vera
með yður og yðar stuttan hamingjuríkan tíma .. . Ég kem
til Englands til að sjá yður, vera mest með yður, og ég reikna
með, að þér viljið hafa mig viku til hálfan mánuð og að ég
verði ekki til allt of mikils trafala . ..“
Aðfaranótt hins 11. júlí 1857 sigldi H. C. Andersen yfir
sundið frá Calais til Dover — á leið til Charles Dickens.
*
H. C. Andersen dvaldist hjá Dickens frá 11. júní til 15. júlí,
þ. e. í fimm vikur. f hók minni um H. C. Andersen og Char-
les Dickens, sem kom út á dönsku 1951 og á ensku 1956,
birtist í fyrsta sinn öll einkadagbók Andersens þessar fimm
vikur.
H. C. Andersen var innilega fagnað hæði af Dickens og
fjölskyldu hans. Þau fóru með hann í ferðir um nágrennið
og mörgum sinnum til London, þar sem hann gisti í húsi
Dickens. Þau fóru með hann í Kristalshöllina, þar sem hann
heyrði „Messias“ eftir Handel, og nokkrar leiksýningar sá
hann í London. Þannig sá hann tvisvar sinnum ítölsku leik-
konuna Adelaide Bistori, i „Camma“ eftir Montanelli og í
„Macbeth“. Með Dickens og fjölskyldu hans sá hann einnig
„Ofviðrið" eftir Shakespeare og „La Traviata“ eftir Yerdi,
og hann var viðstaddur sérstaka einkasýningu í London, þar
sem Viktoría drottning var heiðursgestur. Var þar sýnt „The