Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 54
52
Halldór Halldórsson
Skirnir
nokkurt slíkt ákvæði í nafnalögum. Um það má endalaust
deila.
Meginbreyting frumvarpsins frá lögunum frá 1925 felst í
afstöðunni til œttarnafna. Um þau er fjallað í 10.—19. grein
þess. 1 10. gr. segir svo:
„Lögleg ættarnöfn, sem islenzkir ríkisborgarar bera nú,
mega haldast.
Eftir að lög þessi öðlast gildi, er óheimilt að taka upp
nýtt ættarnafn hér á landi, nema Dómsmálaráðuneytið
hafi veitt leyfi til þess, enda hafi Mannanafnanefnd sam-
þykkt ættarnafnið.“
Hér er um algera stefnubreytingu að ræða frá 1925. Ekki
voru þó nefndarmenn allir sammála um þetta mikilvæga at-
riði. Þeir Jónatan Hallvarðsson og Þórður Eyjólfsson skiluðu
sérstöku áliti og virðist höfuðröksemd þeirra vera sú, að ætt-
arnafnasiðurinn hér sé orðinn rótgróinn og að minnsta kosti
ekki í ósamræmi við almenningsálitið, enda hafi flokkar þeir,
sem staðið hafi að ríkisstjórnum, ekki krafizt þess af stjórn-
völdum, að ættarnafnabanninu yrði framfylgt. Telja þeir, að
erfitt eða óframkvæmanlegt yrði að útrýma með málshöfð-
unum og beitingu refsiákvæða þeim ættarnöfnum, sem upp
hefðu verið tekin án stoðar í lögum. Þeir kveðast heldur ekki
fá séð, að íslenzku máli eða íslenzku þjóðerni verði nein hætta
búin „af ættarnöfnum, sem gerð eru í samræmi við lögmál
íslenzkrar tungu“. Þeir segja enn fremur:
„Það er skoðun okkar, að afstaða manna til ættarnafna
fari fremur eftir smekk og tilfinningum en efnisrökum.
En um smekk og tilfinningar er ekki unnt að deila, og á
því sviði á persónufrelsi að ríkja, enda sé þess gætt, að
mikilvægum þjóðarhagsmunum, svo sem vernd íslenzkr-
ar tungu, sé ekki misboðið.“
Þorsteinn Þorsteinsson hafði nokkra sérstöðu í málinu, að
ýmsu leyti mjög athyglisverða. 1 séráliti hans segir m. a. svo:
„Sérstaða mín varðandi ættarnöfn gagnvart meðnefnd-
armönnum mínum, Jónatan Hallvarðssyni og Þórði Eyj-
ólfssyni, er aðallega í því fólgin, að ég er persónulega
hlynntari ættarnöfnum heldur en þeir, því að ég tel þau