Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 80
78
Harald L. Tveterás
Skírnir
arinnar og alþýðunnar og hafði einmitt nýlokið við að yrkja
þjóðsönginn, „Já, vér elskum ættarlandið“ (Þýð. Matth. Joch.),
hann brást þá þessu landi á svo mikilvægu menningarsviði
sem bókaútgáfan var. Hinir fylgdu á eftir honum, stórir og
smáir, — hann leiddi þá inn í hús Gyldendals hvern af öðrum.
Öll þessi atburðarás hefði verið óhugsandi, ef Björnson
hefði ekki eftir 1860 verið sannfærður Skandínavisti í tveim-
ur mikilvægum atriðum: í efnahags- og menningarmálum.
I Noregi var líka uppi önnur hugsjónastefna á árunum 1850
og fram yfir 1860, samhliða, eða öllu frekar í tengslum við
Skandínavismann, sem varð til þess að þröngva norrænu
grannlöndunum, einkum Danmörku, inn í norska þjóðarvit-
und með öðrum hætti en fyrr. Þetta var efnahagsleg frjáls-
hyggja. Þessi skynsamlega kenning var í því fólgin, að efna-
hagsleg velmegun væri háð sem frjálsustum vöruskiptum
milli landanna, og þar sem vörurnar kæmust yfir landamæri,
fylgdi fólk og hugsjónir í kjölfar þeirra, svo að úr yrði sam-
skipti manna og menningartengsl. Menning byggist að miklu
leyti á mannlegum samskiptum, og þess vegna vakti efna-
hagsleg frjáls'hyggja yfir þeim vaxtarbroddi menningar, sem
var að finna i vegum, járnbrautum, gufuskipaleiðum, síma
og loftskeytum; hindrunum var rutt úr vegi bæði út á við og
inn á við, afdalir opnuðust, um leið og fjarlæg lönd færðust
nær. Samkeppnin átti að skera úr um, hvar bezt væri að
framleiða hlutina og ódýrast, og bækur höfðu enga sérstöðu.
Ef dönsk útgáfufyrirtæki gátu gefið út verk norskra höfunda
með hagnaði, var ef til vill ástæða til að harma það, en þeir
einu, sem úr því gátu bætt, voru norsku bókaútgefendurnir
— þeir urðu að jafnast á við hina dönsku.
Efnahagsleg frjálshyggja var eðlileg krafa í augum Björn-
sons, líkt og hugsanafrelsi og lýðræði. Slíkt var líka í sam-
ræmi við hreinskilni hans og mannúð. Hann brá oft fyrir
sig orðfæri hinnar efnahagslegu frjálshyggju, ekki sízt þegar
hann var gagnrýndur í Noregi fyrir að hafa svikið norsk
bókaútgáfufyrirtæki. Hann lifði í efnahagslegri frjálshyggju,
löngu eftir að hún hafði glatað stjórnmálalegri þýðingu sinni
að mestu. Árið 1886 átti hann þannig í harðri deilu við einn