Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 106
104
Páll Kolka
Skírnir
í goðorðinu austan Blöndu Þóroddi á Spákonufelli, bróður
Halldórs.
Móðurætt Hafliða Mássonar hefur fram að þessu verið
óþekkt með öllu. Að því hníga sterk rök, að hún hafi verið
snæfellsk og sennilega komin af Eyrhyggjum, eins og hér
hefur verið sýnt. Kona Más Húnröðarsonar getur vel hafa
verið dóttir Bergþórs í Bjarnarhöfn, Þormóðarsonar á Bakka,
Þorlákssonar á Eyri. Kona Bergþórs, Guðríður Illugadóttir
ramma, giftist öðru sinni, og mun hann hafa dáið ungur.
Nafni hans hefur því verið komið upp — ef til vill af dóttur
hans, sem það var skyldast — og það orðið ættfast meðal
Húnröðlinga. Það gat og orðið það, en heldur síður, ef móð-
ir Hafliða var af Þórgestlingum, mágum Eyrhyggja, en háð-
ir áttu ætt sína að rekja til Miðfjarðar-Skeggja, eins og áður
er sagt.
JlafliSi Másson.
Bitöld íslenzkrar tungu er vanalega talin frá fyrstu skrá-
setningu íslenzkra laga veturinn 1117—1118 að heimili og
forlagi Hafliða Mássonar, en að forsögn Bergþórs Hrafns-
sonar lögsögumanns og annarra fróðra manna. Líklegt má
telja, að amma Bergþórs lögsögumanns og Hafliði hafi verið
systkinabörn, eins og áður er sagt. Er þetta ærið nóg til þess
að geyma nafn Hafliða, en angurgapa í ætt hans, sem flækti
honum sjötugum út. í illvíg málaferli, er það að þakka, að
nokkru meira er um hann vitað.
Dr. Sigurður Nordal hefur sýnt það í formála sínum fyrir
Flateyjarbók, að það var ekki á færi annarra en mjög auð-
ugra manna eða stofnana að láta rita bækur, ef vel var til
þeirra vandað og af þeim íburði og myndskrauti, sem þá
tíðkaðist. Til þess þurfti og afbragðs skrifara og málara. Þá
hefur Hafliði getað lagt til, auk bókfellsins, og verkið verið
gert á hans heimili og á hans kostnað, en ekki af þvi, að
Bergþór hafi hvorki verið læs né skrifandi, eins og einhver
hefur haldið fram.
Sá mikli munur, sem varð á ritmenningu íslendinga og
Norðmanna, hefur ef til vill að einhverju leyti átt rót sína