Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 116
114
Ladislav Heger
Skírnir
færði hana í leikritsbúning. Mærski skógarmaðurinn Ondrás
lifir i þjóðdansakvæðum. 1 þriðja lagi má nefna úkraínska
skógarmanninn Nikola Suhaj frá árunum eftir fyrri heims-
ófriðinn. Olbracht, einn fremsti rithöfundur á óbundið
tjekkneskt mál milli heimsstyrjalda, hefir lýst ævi hans í frá-
bærri skáldsögu, Nikola Suhaj, sem út hefir komið oftar en
20 sinnum á 30 árum.
Grettla varð ofan á í vali mínu, því að ég bjóst við, að
unga fólkið myndi einnig kunna að meta hana. Hún er æs-
andi og ævintýraleg. Ég átti kollgátuna. Bókin seldist upp
á fáeinum dögum.
Áhuginn var sem sé vakinn. Ritstjóri þjóðsagnaflokks for-
lagsins hugleiddi nú að gefa Grettlu út aftur og þá í þess-
um bókaflokki, en þar var nú eitt númer laust. Að vel at-
huguðu máli varð þó ofan á að láta Grettlu koma út í nýju
safni með sama sniði og rússneska útgáfan Islandskije sagy,
sem þá var nýkomin. Ég hafði þá þegar fáeinar þýðingar til-
búnar. Njáls saga hafði legið lengi hjá litlu forlagi, sem dró
sífellt að koma henni út. Eiríks sögu átti að gefa út handa
bókasöfnurum. Gísla saga og Laxdæla lágu hálfkaraðar í
skrifborðsskúffunni. Ég bætti svo Eyrbyggju við, sem einnig
hefir sitt þjóðsagnafræðilega gildi. Þannig tókst að kynna
tjekkneskum lesendum helztu sögurnar. Bækurnar í þjóð-
sagnaflokknum koma út í litlum upplögum. Upplag íslenzku
sagnanna var 1500 eintök, en það seldist líka upp á fáeinum
klukkustundum.
Skal nú vikið nokkrum orðum að þýðingunum sjálfum.
Islenzkar fomsögur hafa sinn sérstaka stíl, sem ekki verður
náð í þýðingum og fyrirfinnst hvergi nema í sögunum sjálf-
mn, segir Fredrik Paasche í hókmenntasögu sinni, Norges og
Islands litteratur, bls. 346. Og til marks um það, að stíllinn
sé óþýðanlegur, nefnir hann orð Skarphéðins: „Hefn þú vár,
en vér skulum þin, ef vér lifum eptir“, og her saman við
norsku þýðinguna: „Hevn du oss, og vi skal hevne deg . ..“.
Hér er eitt orð umfram, sem spillir hrynjandi og þrótti, bæt-
ir Paasche við. Þegar svo er háttað um þýðingu á norsku,