Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 69
Skirnir
Islenzk fræði í Ástraliu
67
Á byrjendanámskeiðum er farið vandlega yfir kennslubók
Gordons. Mikil áherzla er lögð á textaskýringu og málfræði
framan af, en dregið úr, eftir því sem lesturinn verður stúd-
entum léttari. Til stuðnings er svo haldinn sérstakur fyrir-
lestraflokkur um norræna menningu og sögu. Allan tímann
er mikið fjallað um hetjuviðhorf hins forna norræna sam-
félags, sumpart vegna þess að kaflar í bók Gordons, An Iníro-
duction to Old Norse, gefa tilefni til þess. Margbrotnari bók-
menntaleg efni eru látin bíða yfirgripsmeiri könnunar ís-
lenzkra fornsagna á fjórða ári. Jafnframt er dregið úr texta-
lestri í kennslustundum og stúdentar látnir taka þátt í rann-
sóknaræfingum í staðinn. Margar sögur eru lesnar í þýðingu,
en eina sögu að minnsta kosti ber að lesa á frummálinu.
Meðan prófessor Gabriel Turville-Petre dvaldist í Ástralíu,
kom hann til Sydney, þar sem liann hélt þrjár rannsóknar-
æfingar um norræn efni, sem vöktu mikinn áhuga meðal
stúdenta og kennaraliðs, jafnt sérfræðinga í norrænu sem
öðrum greinum.
Áhuginn á íslenzkum fræðum í Sydney hefir ekki verið
bundinn við háskólann einan. Charles Venn Pilcher aðstoðar-
biskup við erkibiskupsstólinn í Sydney var áhugasamur og
vel að sér um íslenzkar bókmenntir. Hann var fæddur í Eng-
landi 1879, búsettur í Kanada í þrjátíu ár, en þar var hann
prófessor i guðfræði við Wycliffe College í Toronto. Þar
vestra kynntist hann einhverjum Vestur-íslendingum og varð
ákafur aðdáandi íslenzkrar menningar að fornu og nýju. Árið
1935 varð hann heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Islendinga í
Vesturheimi. Árið eftir fór hann til Sydney, þar sem hann
var biskup ensku ríkiskirkjunnar í 20 ár. Þar tókst honum
að halda við áhuga sínum á íslenzkum bókmenntum í miðjum
önnum biskupsembættis og annarra skyldustarfa. Ávöxturinn
af fræðaiðkunum hans var bókin Icelandic Christian Classics,
sem út kom 1949. 1 henni er m. a. úrval úr þýðingum hans
á Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar, Sólarljóð o. fl.
kvæði. Þessar þýðingar hafa orðið til þess, að nokkrir íslenzk-
ir sálmar eru sungnir í kirkjum í Ástralíu og fleiri löndum