Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 31
Skírnir
Þrístirnið á Norðurlöndum
29
fyrir Austmönnum í bóta skyni. Af heimildinni í Islendinga
sögu er svo að sjá, að Sæmundur hafi lagt þetta gjald almennt
á kaupmenn, einnig í Vestmannaeyjum. Ormur, bróðir Sæ-
mundar, hafði átt mikinn hlut í að stilla Sæmund til friðar.
„Ok honum fór bezt af Qllum Oddaverjum.“ Þrátt fyrir þetta
varð fjáruppptakan til þess, að Ormur var veginn. Það má
næstum segja, að hér hafi verið háð nýlendustyrjöld út af
verzlunarmálum, eins og stórveldin gjörðu á 19. öld. Það virð-
ist einnig einsætt, að óróinn hér heima hafi vakið eftirtekt í
Noregi. Hjá því gat ekki farið. Ástandið hefir orðið alvarlegt,
ekki sízt vegna þess, að Norðmenn réðu yfir verzluninni og
áttu hægt með að setja íslendinga í sveltikví. Norður í Mið-
firði hafði það gjörzt, að Björn Þorvaldsson Gizurarsonar hafði
látið draga mann úr kirkju norrænan og drejia i hefnd Orms.
Allt benti til ófriðar. Úti í Noregi var þykkjan orðin það mik-
il, að stjórnvöld bræddu með sér að senda her til Islands. Það
varð þó eigi opinbert mál fyrr en 1200.
Árið 1219 höfðu Norðmenn sett flutningsbann á ísland,
en heimildir segja, að skip hafi komið það ár af Noregi til
Islands. Varla verður túlkuð öðruvísi frásögn heimildanna.
Ef til vill er þetta fyrsta flutningsbannið, sem sett er á land-
ið, en fyrir kom sama fyrirbrigði síðar á Sturlungaöld sem
liður í baráttu norskra valda að brjóta Islendinga á bak aftur,
enda hið skæðasta vopn.
Þegar hér er komið sögu, hafði það gjörzt eftir Alþingi 1218,
að æðsti embættismaður þjóðarinnar, Snorri Sturluson, hafði
tekið sér ferð á hendur til Noregs. Hann var þá enn lögsögu-
maður. 1 Noregi voru þá höfðingjar orðnir Hákon konungur
og Skúli jarl. „Tók jarl forkunnar vel við Snorra, ok fór hann
til jarls.“ Hér er eftirtektarvert, að Snorri skuli þiggja vetr-
arboð að jarli. Þetta má skýra á einfaldan hátt. Snorri er
fæddur 1178, en Skúli jarl Bárðarson 1188 eða 89. Hákon
konungur hins vegar er ekki fæddur fyrr en 1204 og ekki
nema 14—15 ára, er Snorri kemur til Noregs. En konungur
varð hann 1217, og féll Skúli Bárðarson fyrir honum í kjöri.
Hér eru tvær kynslóðir á ferð. Snorri og Skúli eru af eldri
kynslóðinni, en Hákon konungur hinni ungu. Milli þeirra