Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 129
Skírnir
Um siðskiptin
127
allir væru jafnir og þyrftu ekki hjálpar annars manns, jafn-
vel vígðs prests, til að nálgast Guð. Hann sagði einnig, að sér-
hver maður væri sinn eigin munkur og hinir kristnu þyrftu
ekki sérstakra munka við til að biðja fyrir sér. Og svo gekk
hann sjálfur, munkurinn, í hjónaband með nunnu, 1525.
Hið kaþólska kerfi er sterkt og fastlega uppbyggt, en sé á
það ráðizt á einum stað, þá er það sama sem að ráðast á það
allt. Það var því eigi furða, að 1521, er Lúther var bann-
færður, höfðu fundizt í ritum hans 41 villutrúarsetning. En
bannfæringin var fyrsta hætta þeirri einingu, sem skapazt
hafði í Þýzkalandi, því þeir, sem voru áfram kaþólskir, hlutu
þá að forðast Lúther sem heitan eldinn.
Hin afleiðingin af skoðunum Lúthers varð sú, að fram-
vindan, sem í bili skapaði einingu, varð svo til að sundra
stéttunum í blóðugum átökum, þar sem hver reyndi að fylgja
sínu fram og Lúther varð skelkaður áhorfandi.
Frelsið, sem hann hafði boðað og hafði komið á einingu í
bili, varð að ófrelsi, þar sem hver þegn varð að fylgja trú
landsdrottins síns. Ný ofstjórn var sköpuð á kostnað hinnar
gömlu.
Nú í dag virðist bilið milli hins gamla siðar og hins nýja
vera að minnka, en erfitt er að átta sig á, hvor aðili leggi
meira að sér í þeim málum. Það er spurning, livort hér sé
ekki blátt áfram um þreytumerki að ræða. Það er spurning,
hvort hin mikla kirkja sé ekki á villigötum á nýjan leik;
spurning, hvort hún tali til fjöldans eins og Lúther gerði;
spurning, hvort hún tali á því máli, sem fjöldinn skilur?
En það hlýtur að vera hverjum háskóla Ijúft að minnast
hins foma boðs Liithers til rökræðna, því þar kom fram hið
akademíska frelsi, sem oss ber að standa vörð um. Frelsið til
að kenna samkvæmt sannfæringu og samvizku.