Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 70
68
John Stanley Martin
Skírnir
enskumælandi manna.1) Pilcher biskup varð riddari fálka-
orðunnar 1954. Hann lézt 1961.
íslenzk fræði í Canberra, höfnðborg Ástralíu
Ástralski þjóðarháskólinn var stofnaður í Canberra 1946.
Hann er aðalmiðstöð vísindalegra rannsókna í Ástralíu og er
í fjórum hlutum: John Curtin School of Medical Research,2)
Research School of Physical Sciences, Research School of So-
cial Sciences og Research School of Pacific Studies. Árið 1960
var Canberra University College felldur inn í þennan skóla,
en hafði áður verið grein af Háskólanum i Melbourne. Þessi
hluti þjóðarháskólans hefir nú fjórar deildir: heimspekideild,
hagfræðideild, raunvísindadeild og lögfræðideild.
Við þjóðarháskólann hafa oft verið áhugamenn um nor-
ræn fræði og fólk tekið sig saman um að lesa íslenzkar forn-
bókmenntir í hópum. Fyrsta námskeiðið í forníslenzkum
fræðum, sem fellt var inn í enskunám, hóf prófessor Gra-
ham Johnstone 1962. Þremur árum síðar var námstilhögun
breytt, og varð þá forníslenzka valgrein á síðasta námsári.
Kennari er hr. Leslie Downer, einn af lærisveinum Lode-
wyckx frá Háskólanum í Melbourne, sérfræðingur bæði í lög-
fræði og fornensku.
Þá eru einnig til frjáls samtök manna, sem hafa þegar lært
dálítið í íslenzku. Upprunalega hugmyndin um myndun þessa
hóps er komin frá prófessor Alec Hope, einu fremsta Ijóð-
skáldi Ástralíu, en hann er prófessor í ensku við Almenna
x) Fjórar af þvðingum Pilchers biskups úr íslenzku eru prentaðar í
Book of Common Praise, Australian Supplement, 1947. Aðrar er að finna
í ýmsum ritum. Dæmigerð er þýðing hans á Allt eins og blómstriS eina:
Like as some lonely flower
Upspringing from the ground,
With growth most fair and stainless,
At hour of morn is found;
But sudden in a moment,
Before the scythe it bends,
With all its coloured blossom —
So swiftly man’s life ends.
2) John Curtin var forsætisráðherra Ástralíu 1941—1945.