Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 119
Skirnir
íslenzk fræði í Tjekkóslóyakíu
117
mál. Rússneska og suðurslavnesk mál hafa hreyfanlega
áherzlu, en í pólsku hvílir áherzlan á næstsíðasta atkvæði.
Til dæmis um mikla stuðlasetningu, lærum vér í skólum þessa
klausu um ágæti Slava: Slavme slavné slávu Slávu slavných
‘fögnum frægilega frægð hinna frægu Slava’. — En í ijekk-
nesku hefir hljóðstafasetning aldrei orðið hyrningarsteinn
bundins máls. Þótt unnt hefði verið að nota hana á reglubund-
inn hátt eins og í eddukvæðum — en það er raunar hægara
sagt en gert, því að samsvarandi orð í tjekknesku og íslenzku
eru leidd af mismunandi rótum —, myndi tjekkneskur lesandi
ekki skynja reglufestuna. Stuðlasetning yrði honum ekki ann-
að en hljóðfegrun. Þess vegna eru ýmsir þeirrar skoðunar, að
hljóðstafi eigi að fella brott í þýðingum úr stuðluðum germ-
önskum kveðskap. Ég hefi þó notað stuðlasetningu til feg-
urðarauka, þar sem henni varð við komið án þess að spilla
eðlilegri framsetningu eða draga úr áhrifum, en ekki ríg-
haldið í hana alls staðar, þar sem hana er að finna i frum-
textanum. Idlutfallið milli stuðlasetningar í þýðingum mín-
um og frumtexta hefir orðið 70 á móti 100. Auðvitað hefir
málið sjálft og tengslin við tjekkneskan skáldskap ráðið nokkru
um, hvaða orð hafa verið látin stuðla saman, svo að stund-
um eru myndir dregnar öðruvísi upp en í frumtextanum.
Tökum til dæmis 31. erindi Skírnismála: „Ver þú sem þistill,
/ sá er var þrunginn / í pnn ofanverða!“ sem Genzmer þýðir
þannig: „Der Distel sei gleich, / Die dorrend oben / f/ber
der Haustiir hangt“. Þetta hljóðar svo í minni þýðingu: „hud
jako bodlák / vyhozené býlí / z otýpky obilí“, þ. e. ‘ver þú
sem þistill, illgresi, sem fleygt er úr kornbindi’.
Upphaf 39. og 41. erindis sama kvæðis: „Barri heitir . ..
lundr lognfara“, hefi ég þýtt svo: „Barri se jmenuje . . . bo-
rový háj“, þ. e. ‘Barri heitir furulundur’. Orðin borový háj
‘furulundur’ voru ekki aðeins valin vegna stuðlasetningar. Þá
hefði eins mátt segja Barri — bfezový háj, þ. e. ‘Barri — birki-
lundur’, sem hefði átt betur við íslenzka náttúru. Furulund-
urinn varð fyrir valinu vegna hliðsjónar af fyrsta erindinu
í merkasta sagnakvæði á tjekknesku, Máj, eftir Karel Hynek
Mácha. Skírnismál eru líka óneitanlega ástarkvæði og e. t. v.