Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 77
Skírnir
Björnstjerne Björnson og Norðurlönd
75
stöðu Noregs innan sambandsins. Rökin voru þau, að auð-
veldara væri að sameina þrjá aðila en tvo.
Þannig varð Skandmavisminn í Noregi nánara samband
við Danmörku, og Björnson var einn af forystumönnunum
um þetta mál. Árið 1860 lenti hann fyrst í árekstri innan
sambandsins, landstjóradeilunni, sem hafði sterk áhrif á
hann. Eftir hinar hvössu, háði blöndnu ræður í Riddarasaln-
um í Stokkhólmi, orti hann eggjunarkvæði sitt, sem fór um
allt landið eins og eldur í sinu:
Har du hort hvad svensken siger,
unge norske mann?
(Heyrir þú, hvað Svíinn segir
sveinn af norskri þjóð?)
Oft hafði persónuleg afstaða áhrif á sjónarmið Björnsons,
viðhorf hans til vina sinna og margt annað, — 'hann var í
rauninni ákaflega hrifnæmur maður, þó að undarlega rök-
rétt samhengi væri í ályktunum hans. Veturinn 1859—60 var
hann ritstjóri við Aftenbladet, og landstjóradeilan leiddi til
þess, að hann varð að yfirgefa ritstjórasessinn, blaðið missti
á skömmum tíma 500 áskrifendur. Þetta var óvenju-harður
vetur með kulda og snjó, Karolína hafði legið alvarlega veik
mánuðum saman, og efnahagurinn var allt annað en góður.
Honum fannst öllu lokið fyrir sér í stjórnmálunum, hann vildi
snúa sér aftur að skáldskapnum, en þá varð hann að hverfa
burt frá Kristjaníu, burt úr Noregi. „Hér er einráð sterk efn-
ishyggja, sem þjakar og treður allt annað undir,“ skrifaði
hann dönskum vini sínum, bókmenntagagnrýnandanum Cle-
mens Petersen. „Andrúmsloftið hefur varla orðið bitrara frá
því það varð Wergeland að bana og hrakti Ole Bull til Am-
eriku.“
1 Danmörku átti hann vini, hann var í hávegum hafður
og dáður af hópi ungra og áhugasamra fagurfræðinga. Þar
sem hann var, sáu þeir skáld, sem lofaði góðu, en heima fyrir
var aðallega litið á hann sem metnaðargjarnan stjórnmála-
mann og dugandi blaðamann. Clemens Petersen hafði ritað