Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 107
Skirnir
Um Æverlinga
105
í meiri írskum eða enskum áhrifum hér en þar, en engu
síður í hinu, að kristnin fékk meiri tök á fslendingum og
hér lærðu margir höfðingjar klerkleg fræði, eins og sést á
skrá Ara fróða yfir kynborna klerka íslenzka. Á þetta hefur
prófessor Edvard Bull bent í Det norske folks liv og historie,
II. bd., og eins á það, að fram eftir allri 11. öld fengu norsk-
ir höfðingjar erlenda kaupamenn til þess að þjóna kirkjum
sínum eða kostuðu til náms umkomulitla unglinga til þess
að fá þá sem klerklega vinnumenn. Slíkir menn höfðu auð-
vitað engin skilyrði til að stunda ritstörf, sízt á innlendri
tungu. Lærdómurinn varð brauðstrit þar, en höfðingleg
iþrótt hér.
Bóklærdómur á alþjóðavísu, þ. e. a. s. latneska tungu, var
hyrjaður hér fyrr, eða með þeim erlendu trúboðsbiskupum,
sem störfuðu hér á 11. öld. Var einn þeirra Kolur, sem dvald-
ist í Haukadal með Halli, fóstra Ara fróða, og var þar siðan
haldinn skóli. I.engst störfuðu þó hér Hróðólfur eða Búðólfur
í Bæ í Borgarfirði (1030—1039) og Bjarnharður hinn sax-
neski (1048—1067) að Stóru-Giljá og Sveinsstöðum i Neðri-
Vatnsdal (Steinsstaðir hafa aldrei verið þar til, svo vitað sé,
og er það misritun). Þessir menn hafa auðvitað haldið skóla
fyrir prestaefni, og hafa ritarar Hafliða Mássonar sjálfsagt
lært hjá Bjamharði eða nemendum hans.
Hafliði hefur átt hlut að öðru miklu menningarmáli, en
það er stofnun Þingeyraklausturs, þótt þess sé hvergi getið.
I slikt stórræði hefði ekki verið ráðizt nema með samþykki
hans eða frumkvæði. Jón biskup helgi gaf til klaustursins
biskupstíundir allar milli Vatnsdalsár og Hrútafjarðarár og
var klaustrið þó ekki formlega stofnað fyrr en 12 árum eftir
dauða hans, og sýnir það, hve undirbúningur þess hefur stað-
ið lengi yfir og að engu hefur verið hrapað. Hafliði dó sjálf-
ur 1130, eða þrem árum áður en klaustrið komst á stofn, og
hefur vafalaust gefið því gjafir eða ánafnað því fé, enda
varð dóttursonarsonur hans, Vilmundur Þórólfsson, fyrsti
ábóti klaustursins. Klaustur voru dýrar stofnanir, ef vel átti
að vera, og það var altitt á miðöldum, að höfðingjar gæfu fé
til stofnunar þeirra og að þeir og afkomendur þeirra yrðu þá