Skírnir - 01.01.1967, Síða 94
92
Páll Kolka
Skírnir
fröðar, en það er frá Þórhöllu dóttur hans, sem var gift góð-
um bónda í Vatnsdal, Ólafi að Haukagili. Vatnsdæla telur
þrjár dætur þeirra: Aldísi eða Ásdísi, Halldísi og Vigdísi,
enda eru dísanöfn algeng i ættum Vatnsdæla. Aldursmunur
þeirra systra hefur verið mikill, ef málum er ekki blandað,
því að Valgerður, dóttir Aldísar, var ein þeirra meyja, sem
vildu með Ingólfi ganga, en hann kvæntist Halldísi móður-
systur hennar, og Vigdis giftist Þorkeli kröflu. Þetta fær því
aðeins staðizt, að þær mæðgur Þórhalla og Aldís hafi gifzt
mjög ungar og allt að því 25 ára aldursmunur hafi verið á
þeim systrum, Aldísi og Vigdísi, sem er að vísu vel mögulegt.
Sé fylgt timatali dr. Einars Ól. Sveinssonar í formála hans
fyrir Vatnsdælu, hefur Hallfreður vandræðaskáld, bróðir Val-
gerðar, verið fæddur um 965, en Þorkell krafla, maður Vig-
dísar, um 972. Aðrir hafa talið hann fæddan um 10 árum
fyrr.
Synir Véfröðar.
Taka verður fornum ættfærslum með allmikilli varúð, og
eru þó bæði Landnáma og ýmsar af fornsögunum ritaðar
af fræðimönnum, sem það hefur vakað fyrir að segja satt
frá. Ættfræði var á þeim öldum heldur ekki tómstundagrúsk
sérvitringa, heldur hagnýt fræðigrein vegna aðildar að erfð-
um og vígsökum og jafnnauðsynlegt að hafa hana tiltæka sem
veðmálabækur nú á tímum. Ættgöfgi var líka þýðingarmikið
atriði við makaval, en auk þess er þekking mörgum manni
keppikefli, þótt hún hafi ekki beina hagnýta þýðingu, og
verður það því frekar sem menn leggja við hana meiri rækt,
enda er ættfræði mörgum hugleikið viðfangsefni, jafnvel nú
á tímum. Það er og vandalaust hverjum greindum manni að
vita ætt sína í allar áttir 5—8 liði aftur í tímann, eða 2—3
aldir, einkum þegar til þekktra manna er að telja. Einföld
ættrakning mann frá manni hefur sjálfsagt verið með því
fyrsta, sem fært hefur verið í letur, eins og nafnarunurnar
í Landnámu, jafnvel rist með rúnum. Slíkar nafnarunur
höfðingjaætta finnast í engilsaxneskum handritum frá 9. öld,
taldar teknar eftir öðrum eldri, rituðum um 700 f. Kr., og