Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 117
Skirnir
íslenzk fraéði i Tjekkóslóvakiu
115
sem er íslenzkunni þó nákomnust allra tungna, er það þá
ekki vonlaust basl að þýða Islendinga sögur á tjekknesku?
Nákvæm þýðing í einstökum atriðum er auðvitað óhugs-
andi. Það, sem unnt er að gera, er að þýða á vandað, hátt-
bundið talmál án allra mállýzkueinkenna og fornyrða. Þetta
má hafa fyrir aðalreglu, en hrífur þó ekki alltaf. Orð Hrúts
í 6. kap. Njálu: „Marga gjyf góða hefi ek af þér þegit“, eru
t. d. látin hafa hrynjandi réttra tví- og þríliða: „mnoho do-
hrých daru jsem / od tebe dostal“, en standa að vísu í ljóð-
stöfum. Það, sem Hrútur er látinn segja við Gunnhildi drottn-
ingu með íslenzka málshættinum „illt er þeim, er á ólandi
er alinn“, bliknar hins vegar nokkuð, þegar þýtt er með tjekk-
neska málshættinum „vsude dobre doma nejlíp“. Það merkir
orðrétt ‘hvarvetna gott, heima bezt’, en jafnast hvorki að efni
né búningi á við íslenzka málsháttinn, þótt vel eigi við í
þessu samhengi. Tjekkneskan er hér tilbreytingarminni að
hrynjandi og skortir áherzluris. Hin þunga áherzla, sem lögð
er á umkomuleysi manns á framandi grund, kemur ekki
fram í tjekkneska málshættinum. Hann stendur aftur nær
hinum danska, „öst, vest — hjemme bedst“.
Þótt þýðing verði helzt til máttlítil á einum stað, má stund-
um bæta það upp annars staðar. Oft er styrkur málsins fólg-
inn í orðskipun þess. Svo er t. d. um tvöfalda neitun í tjekk-
nesku gagnvart einfaldri neitun í íslenzku. Tökum sem dæmi
hina frægu ákvörðun Gunnars að hætta við utanförina: „ok
mun ek ríða heim aptr ok fara hvergi“, er hljóðar svo á
tjekknesku: „vrátím se domu a nikam nepojcdu", þ. e. ‘og fer
aldrei til neins staðar’. Orðin nikam nepojedu merkja orðrétt
‘hvergi mun ég ekki fara’.
Texta hefir verið raskað í tvennum tilgangi. I fyrsta lagi
hefir samtölum stundum verið snúið í frásögn, þegar athug-
un hefir leitt í ljós, að það orkaði betur á lesendur.
I öðru lagi hefi ég farið að dæmi Hermanns Pálssonar í
Njáluþýðingum hans á ensku að fella undan ættrakningu,
sem skiptir atburðarásina litlu, en setja hana síðan í viðhæti
í bókarlok. Mér er vel ljóst, að í þessum efnum verður að