Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 50
48
Ilalldór Halldórsson
Skirnir
fyrir Alþýðufræðslu Stúdentafélagsins 1916. Fyrirlesturinn,
sem nefndist TJm œttarnöfn, birtist síðar í ritgerðasafni Árna
prófessors Á viÖ og dreif (Rvk. 1947). Hann er hörð árás á
starf fyrr greindrar nefndar og upptöku ættarnafna yfirleitt.
Mér hefir ekki gefizt tími til að kynna mér til neinnar
hlítar blaðaskrif um þessi mál á tímabilinu frá samþykkt lag-
anna 1913, þar til ný nafnalög voru samþykkt 1925. Þó hefi
ég lesið deilugreinar þeirra Kristjáns Albertssonar og Bjarna
frá Vogi í Lögréttu 1924 (35., 36., 41., 43. og 44. tbl.). Rök
beggja virðast mér veigalítil.
Bjarni frá Vogi hélt uppi áróðri um samþykkt nýrra nafna-
laga bæði innan þings og utan á þessu tímabili. Hann bar
fram frumvarp til laga um þetta efni á þinginu 1923 (Alþt.
A 1923, 244—246), en það dagaði uppi. Á þinginu 1925 stóð
úrslitahríðin um þetta efni. Virtist í fyrstu ekki blása byr-
lega fyrir frumvarpinu. Meirihluti nefndar þeirrar, sem um
málið fjallaði í Neðri deild, þeir Árni Jónsson, Jón Kjartans-
son og Bernharð Stefánsson, lagði til, að frumvarpið yrði fellt,
en minnihlutinn, Jón Baldvinsson og Magnús Torfason, að
það yrði samþykkt með miklum breytingum. (Alþt. 1925 A,
547—548 og 648). Af umræðum er helzt að marka, að þing-
menn hafi gert ráð fyrir, að frumvarpið næði ekki fram að
ganga. Helztu stuðningsmenn á þingi auk frummælanda voru
þeir Magnús Torfason, Tryggvi Þórhallsson og Sveinn í Firði.
1 málflutningi og rökum ber Tryggvi Þórhallsson af öllum,
sem um frumvarpið ræddu, bæði í hópi formælenda og and-
mælenda. En yfirleitt má segja, að umræðurnar hafi verið
ómerkilegar af beggja hálfu. En þótt frumvarpinu hafi ekki
verið spáð góðu, náði það þó fram að ganga og var samþykkt
með 16 atkvæðum gegn 10 í Neðri deild og 10 atkvæðum
gegn 4 í Efri deild, að vísu eftir að gerðar höfðu verið á því
allmiklar breytingar í meðferð þingsins.
Nafnalögin frá 1925 nefnast Lög um mannanöfn, nr. 54,
27. júní 1925. Höfuðmunurinn á þeim og lögum um sama
efni frá 1913 felst í 2. gr., þar sem segir: „Ættarnafn má eng-
inn taka sér hér eftir“, sömuleiðis eftirfarandi ákvæði 3. grein-
ar: „Þeir íslenzkir þegnar og börn þeirra, sem nú bera ættar-