Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 19
Skírnir
H. C. Andersen og Charles Dickens
17
verða stórmóðgaðar, ef Andersen héldi, að þær hefðu gleymt
honum. „Þær segja, að ef þér þekktuð þær eins vel og þær
hafa árum saman þekkt Þumalínu og ljóta andarungann,
mundi yður ekki koma slíkt til hugar.“ Og Dickens lauk bréf-
inu með því að fullvissa Andersen um „að ég elska og virði
yður meira en ég gæti skráð á þann pappír, sem endast mundi
til að hylja veginn alla leið héðan og til Kaupmannahafnar.“
Þó að þetta bréf gleddi H. C. Andersen mjög mikið, liðu
níu mánuðir, áður en hann svaraði því. Og þegar hann loks-
ins skrifaði Dickens í marz 1857, tjáði hann honum, að hann
hefði ákveðið að taka áskorun hans og koma til Englands til
þess að búa hjá Dickens og fjölskyldu hans — „því að ef þér
eruð ekki í London, þá kem ég ekki til Englands, heimsóknin
er aðeins yðar vegna.“
I þetta sinn svaraði Dickens umsvifalaust og hvatti Ander-
sen innilega til að koma til Englands og búa hjá honum.
Fjölskyldan ætlaði að dveljast sumarlangt á sveitasetri sínu,
Gad’s Hill, rösklega fjörutíu kílómetrum fyrir sunnan Lon-
don, í greifadæminu Kent. „Þar skuluð þér fá ánægjulegt
herbergi með fögru útsýni, og þér skuluð lifa jafnrólegu og
heilsusamlegu lífi þar og í Kaupmannahöfn sjálfri,“ skrifaði
Dickens. Og vildi hann fara til London, væri honum alltaf
velkomið að búa í húsi hans á Tavistock Square. „Svo takið
nú ákvörðun, fyrir alla muni, og látið verða af að koma til
Englands,“ skrifaði Dickens og hélt síðan áfram: „Little Dorrit
tekur nú upp allan tíma minn. Ég vonast til að ljúka sögu
hennar í lok þessa mánaðar. Eftir það munuð þér finna mig
frjálsan mann í sumar, leikandi krikket og hvers konar enska
útileiki.“ Dickens endaði bréfið á þessum orðum: „Takið eft-
ir! Þér megið ekki hugsa meira um að fara til Sviss. Þér verð-
ið að koma til okkar.“
H. C. Andersen tók boðinu þegar í stað: „Ég er hrærður og
fullur gleði yfir að fá að vera stuttan tíma samvistum við
yður, já, vera í húsi yðar, vera einn af yðar hópi! Þér vitið
ekki, hve mikils ég met það, hvernig ég í hjarta mínu þakka
guði, }rður og konu yðar!“ En jafnframt var H. C. Andersen
mjög áhyggjufullur, því að honum fannst hann svo lélegur
2