Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 65
Skirnir
Islenzk fræði í Ástralíu
63
alíumenn stundað nám á Islandi, og þannig er áhuganum
við haldið.1)
Áhrifa prófessors Lodewyckx á andlegt líf í Háskólanum
í Melbourne gætti tæpa hálfa öld. Hann ritaði a. m. k. 13
bækur og 52 ritgerðir á fimm tungumálum, og störf hans
hafa hlotið viðurkenningu ríkisstjórna Islands, Hollands, Sam-
bandslýðveldisins Þýzkalands, Svíþjóðar og Belgíu. Hann
varð fyrstur manna í Ástralíu riddari hinnar íslenzku fálka-
orðu. Island var honum hugstæðara en allt annað, og alla sína
löngu ævi var hann jafnhrifinn af máli þess og bókmennt-
um. Þetta má sjá á því, að hann var forystumaður „íslenzka“
hópsins til dauðadags í september 1964. Á áttræðisafmæli
Augustins Lodewyckx skrifaði eftirmaður hans, prófessor
Richard Samuel, um störf hans á þessa leið:
„Sem háskólakennari hafði prófessor Lodewyckx mestan
áhuga á málfræði og sögu germanskra mála . . . Hann inn-
rætti nemendum sínum stranga ögun hugans og þá nákvæmni,
sem þessi fræðigrein gerir kröfu til. Hann var gegnsýrður
af evrópskum hugmyndum um það, hvað háskóli ætti að vera
og efldi heilbrigða fræðimennsku sem eitt af aðalmarkmiðum
háskólamenntunar.“ 2)
Prófessor Ian Maxwelí, fremsti sérfræðingur Ástralíu
í forníslenzku
Kennsla i forníslenzku er engan veginn einskorðuð við
germönskudeild Háskólans í Melbourne. Hún skipar einnig
álitlegan sess í enskudeildinni, þar sem prófessorinn, Ian Ram-
say Maxwell, hefir takmarkalaust dálæti á íslenzkum bók-
menntum. Einu sinni var Islendingur á ferð í Ástralíu og
rak upp stór augu, er hann sá afskekktan bóndabæ í Viktoríu,
sem hét HliSarendi. Kona bóndans hafði eitt sinn verið nem-
!) Nöfn þeirra eru: J. S. Martin, Jane Vaughan, Philip Niland, Anton
Neal og Marguerita Neal.
2) AUMLA, Journal of the Australasian Universities Modem Langu-
age Association, Nr. 5, október 1956, bls. 4.