Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 66
64
John Stanley Martin
Skirnir
andi Ians Maxwells. Þetta er gott dæmi um það, hve áhrifa-
mikill kennari hann er.
Ian Ramsa}r Maxwell er fæddur 1901. Eftir glæsilegan
námsferil í húmanískum greinum og lögfræði, starfaði hann
sem málflutningsmaður nokkur ár. Hvarf hann þá aftur að
námi og bjó sig undir doktorspróf (B. Litt.) i Oxford á árun-
um 1932—34. Hann var um skeið dósent í ensku við Kaup-
mannahafnarháskóla, en sneri aftur til Ástralíu 1936 til þess
að gerast kennari (lecturer) við Háskólann í Sydney. Tíu ár-
um síðar varð hann prófessor í ensku við Háskólann í Mel-
bourne og hefir gegnt því embætti síðan.
Enda þótt rekja megi áhuga prófessors Ians Maxwells á
íslenzkum bókmenntum aftur fyrir 1930, hugsaði hann ekk-
ert um að taka sér tíma til að læra málið. Af tilviljun kom
eintak af málfræði Gordons upp í hendurnar á honum, en
hann lagði hana til hliðar, unz timi gæfist til að lesa hana.
'I'a'kifærið kom ekki fyrr en 1949, og hann segir, að það sé
eðlilegt, að áhugi sinn hafi vaknað, því að fyrsti kaflinn sé
eftir Snorra. Með aðstoð starfsbræðra sinna, prófessors Keiths
Macartneys og Hanks Kilstra, náði Ian Maxwell valdi á mál-
fræðinni og brá sér í orlof til Evrópu 1952 með íslenzkt ein-
tak af Njálu, sem honum hafði verið gefið í Kaupmannahöfn
tuttugu árum áður. I þetta sinn var prófessor Maxwell mán-
uð á íslandi og kom heim aftur hrifnari en nokkru sinni fyrr.
Sjö árum síðar fór hann aftur til Islands, þá sem Nuffield-
styrkþegi.
1 enskudeild Háskólans í Melbourne höfðu verið haldin ís-
lenzkunámskeið handa áhugamönnum undir stjórn prófessor-
anna Georges Cowlings og Keiths Macartneys og hr. H. Kilstra,
en slík námskeið voru ekki opinberlega viðurkennd sem lið-
ur í enskunámi fyrr en 1950. Fyrstu námskeiðunum var kom-
ið fyrir á þriðja námsári þeirra, sem lásu til meiraprófs. Pró-
fessor Keith Macartney kenndi á þessum námskeiðum fram-
an af, en prófessor Ian Maxwell tók við 1954. Var þá tilhög-
un breytt þannig, að stúdentar lesa nú „forníslenzku fyrir
byrjendur“ á þriðja ári, og síðasta árið sækja þeir námskeið,
sem nefnist „forníslenzkir textar og menning“. Til undirbún-