Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 47
Skírnir íslenzkir nafnsiðir og þróun íslenzka nafnaforðans
45
því að örlög frumvarpsins urðu ckki þau að hljóta samþykki
Alþingis. Tilgangur þess átti hins vegar að vera sá að koma í
veg fyrir glundroða og réttindamissi, sem óreglulegar nafna-
breytingar gátu valdið. Þegar sýnt var, að frumvarpið yrði
ekki útrætt á þinginu, lýsti Hannes Hafstein yfir því, en
hann var þá ráðherra, að stjórnin myndi taka málið upp á
næsta þingi. f samræmi við þessa yfirlýsingu lagði stjórnin
fyrir næsta þing (1913) tvö lagafrumvörp. Fjallaði annað um
nafnbreytingar á býlum og ný býlanöfn, en hitt um ný
mannanöfn og ættarnöfn. Það er aðeins síðar nefnda frum-
varpið, sem hér skiptir máli. Eftir allmiklar umræður í þing-
inu var það samþykkt, og nefnast lögin Lög um mannanöfn
nr. 41, 10. nóv. 1913. Með þessum lögum eru ættarnöfn
vernduð og raunar föðurnöfn líka. Helzti andófsmaður á þingi
gegn lagasetningu þessari var Bjarni Jónsson frá Vogi, en
fleiri voru þeim andsnúnir, t. d. vildi Skúli Thoroddsen, að
málið yrði betur athugað og bar fram rökstudda dagskrá þess
efnis, að málið yrði ekki afgreitt sem lög frá þinginu.
Mannanafnalögin frá 1913 eru allviðamikil. Er þess eng-
inn kostur að gefa heildarmynd af þeim hér. Ég mun því
takmarka mig við veigamestu ákvæðin, sem varða ættamöfn.
1 6. gr. laganna er mönnum veitt heimild til að taka upp
ættarnöfn með leyfi stjórnarráðs, en í 7. gr. eru þó nokkrar
takmarkanir á því, hver nöfn megi upp taka. Olli c-liður
þeirrar greinar einkum deilum á þingi. Eftir 3. umræðu í efri
deild hljóðaði hann upp á „nöfn, er telja verður óliæf i ís-
lensku máli, svo sem ættamöfn, er enda á son, sen eða dóttir,
eða hneykslanleg eru á einhvern hátt, eða svo lík þeim nöfn-
um, er getur um í staflið a. og b., að villum geti valdið.“
(Alþingistíðindi 1913 A, 415). 1 endanlegri gerð laganna
hljóðaði liðurinn hins vegar svo: „Nöfn, er hneykslanleg eru
á einhvem hátt, eða svo lík þeim nöfnum, er um getur í staf-
lið a. og b., að villum geti valdið.“ Ákvæðin um son, sen og
dóttur em með öðrum orðum hrottu fallin.
Löggjafanum var ljóst, að upptaka margra nýrra ættar-
nafna gæti vart farið vel úr hendi, nema almenningi væru
gefnar leiðbeiningar um, hvernig mynda mætti ættamöfn,