Skírnir - 01.01.1967, Blaðsíða 96
94
Páll Kolka
Skírnir
sínum, eins og ættarsagnir lxerma, og verið veginn um eða
upp úr 980, ef Kolfinnumál hafa gerzt um 986, eins og dr.
Einar Öl. Sveinsson telur, því að þá er Húnröður tekinn við
mannaforráðum. Þá hefur hann verið enn mjög ungur mað-
ur, enda sækjast honum eftirmálin mjög seint og hefur hann
líklega ekki kvænzt fyrr en að þeim loknum. Kemur það og
heim við það, hve ættin gengur seint fram. Það hefur ekki
verið efnilegt að fara í bónorðsför til höfðingja meðan ekki
var útséð um það, hvort hann hefði sæmd eða vanza af mál-
um sínum. f Þorgils sögu og Hafliða er Húnröður að vísu
talinn Ævarsson, og er þeim Ævari skotið inn sem lið milli
hans og Véfröðar í fsl. ættarskrám samkv. kenningu Steins
Dofra. Allar aðrar heimildir mæla þó á móti því og hefur
nafn Véfröðar sýnilega fallið þarna úr, enda höfundur sög-
unnar kunnugri í Dalasýslu en Húnavatnsþingi. Þessi auka-
liður er því alveg óþarfur.
Þeir Fóstólfur og Þjóstólfur flytja byggð sína úr Langadal
eftir víg tJlfhéðins að Holti á Kolkumýrum og gera sér þar
virki. Holt er sennilega landnámsjörð Þorbjarnar kolku og
sér þar vítt til mannaferða úr öllum áttum af Holtsbungu.
Síðar leita þeir þó á náðir frænda síns Finns eða Þorfinns
Jörundarsonar eða Jórusonar á Breiðabólstað í Vesturhópi, sé
fylgt Landnámu, en Breiðabólstað í Vatnsdal, sé fylgt Vatns-
dælu. Þeir virðast og hafa átt skjól hjá Þorkeli kröflu Vatns-
dælagoða, sem leitar sætta og kemur þeim utan, en hann
mun ekki hafa tekið við mannaforráðum í Vatnsdal fyrr en
um 990 eða í fyrsta lagi 10 árum fyrr.
Þorkell krafla er kvæntur náfrænku þeirra Móhergshræðra,
en kemur þó vegendum tJlfhéðins undan og leitar sætta með
Húnröði og Þorfinni Jörundarsyni, sem var viðstaddur vígið,
en tók ekki þátt í því. Þorfinnur hefur að vísu verið skjól-
stæðingur hans, liafi hann búið í Vatnsdal, eða frændi hans.
Tímans vegna gæti Jörundur háls verið langafi Þorfinns eða
Þorfinnur skyldur Mávi á Másstöðum á annan hátt. Afkom-
endur Jörundar bjuggu við enn meiri landþröng í Vatnsdal
en Æverlingar í Langadal. Land þeirra náði aðeins yfir sjö
km langa spildu, frá Mógilslæk upp af Hnausum sunnanverð-